Vígahnötturinn sem sprakk yfir Suðurlandi sennilega á stærð við lítið hús Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 13:43 Mynd af sambærilegum vígahnetti sem sást á Íslandi árið 2019. Skjáskot Vígahnötturinn sem sprakk yfir Suðurlandi föstudaginn 2. júlí var líklega um sjö metrar í þvermál. Getur það samsvarað litlu tveggja hæða húsi. Þetta sýna útreikningar Hjalta Sigurjónssonar, jarðeðlisfræðings hjá verkfræðistofunni Vatnaskil, sem byggja á gögnum úr 25 jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. Samkvæmt greiningunni sprakk vígahnötturinn líklega klukkan 22:42 í 37 kílómetra hæð, um tvo kílómetra norðaustur af Hrafnabjörgum. Brotin dreifst um stórt svæði Þann 3. júlí greindi Veðurstofan frá því að loftsteinn eða vígahnöttur hafi mælst á jarðskjálftamælum á milli klukkan 22:44 og 22:48 á föstudagskvöldinu. Skömmu fyrir það sást blossi á himni og er skýringin talin vera sú að loftsteinn hafi brunnið hratt upp í andrúmsloftinu. Við það hafi myndast þrýstibylgja auk áðurnefnds blossa. Var þá talið sennilegast að loftsteinninn hafi brunnið upp til agna í andrúmsloftinu áður en hann náði til jarðar. Samkvæmt greiningu Hjalta er líklegt að einungis lítil brot hafi skilað sér til jarðar sem mjög erfitt gæti reynst að finna. Þetta kemur fram í færslu á Linkedin-síðu verkfræðistofunnar Vatnaskila. Helgi sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða nokkuð stóran loftstein sem væri álíka stór og lítið tveggja hæða hús með 50 fermetra gólffleti. Steinninn hafi verið á miklum hraða og brotin kastast talsvert áfram eftir að hann sprakk. Erfitt gæti því reynst að finna brotin þar sem þau séu lítil og dreifð um stórt svæði. Meðfylgjandi myndskeið sýnir annan vígahnött brenna upp yfir Öræfajökli árið 2019. Það náðist með myndavél Hafness og Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð og upplýsingar um myndskeiðið leiðréttar. Geimurinn Tengdar fréttir „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Loftsteinn mældist á jarðskjálftamælum Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum. 3. júlí 2021 10:43 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta sýna útreikningar Hjalta Sigurjónssonar, jarðeðlisfræðings hjá verkfræðistofunni Vatnaskil, sem byggja á gögnum úr 25 jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. Samkvæmt greiningunni sprakk vígahnötturinn líklega klukkan 22:42 í 37 kílómetra hæð, um tvo kílómetra norðaustur af Hrafnabjörgum. Brotin dreifst um stórt svæði Þann 3. júlí greindi Veðurstofan frá því að loftsteinn eða vígahnöttur hafi mælst á jarðskjálftamælum á milli klukkan 22:44 og 22:48 á föstudagskvöldinu. Skömmu fyrir það sást blossi á himni og er skýringin talin vera sú að loftsteinn hafi brunnið hratt upp í andrúmsloftinu. Við það hafi myndast þrýstibylgja auk áðurnefnds blossa. Var þá talið sennilegast að loftsteinninn hafi brunnið upp til agna í andrúmsloftinu áður en hann náði til jarðar. Samkvæmt greiningu Hjalta er líklegt að einungis lítil brot hafi skilað sér til jarðar sem mjög erfitt gæti reynst að finna. Þetta kemur fram í færslu á Linkedin-síðu verkfræðistofunnar Vatnaskila. Helgi sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða nokkuð stóran loftstein sem væri álíka stór og lítið tveggja hæða hús með 50 fermetra gólffleti. Steinninn hafi verið á miklum hraða og brotin kastast talsvert áfram eftir að hann sprakk. Erfitt gæti því reynst að finna brotin þar sem þau séu lítil og dreifð um stórt svæði. Meðfylgjandi myndskeið sýnir annan vígahnött brenna upp yfir Öræfajökli árið 2019. Það náðist með myndavél Hafness og Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð og upplýsingar um myndskeiðið leiðréttar.
Geimurinn Tengdar fréttir „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Loftsteinn mældist á jarðskjálftamælum Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum. 3. júlí 2021 10:43 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00
Loftsteinn mældist á jarðskjálftamælum Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum. 3. júlí 2021 10:43