Íslenski boltinn

Helgi Valur kannast ekki við að hafa sagst ætla að hætta

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson varð fertugur í vikunni.
Helgi Valur Daníelsson varð fertugur í vikunni. Vísir

Fyrr í mánuðinum birtist grein þar sem fullyrt var að Helgi Valur Daníelsson myndi leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Helgi, sem varð fertugur í vikunni, segist þó ekki kannast við það að hafa látið þau ummæli út úr sér.

Helgi á að hafa staðfest það að hann myndi hætta eftir tímabilið í samtali við mbl.is. Nú hefur hann hinsvegar leiðrétt þann misskilning.

Helgi Valur var í viðtali við mbl.is eftir 2-1 sigur Fylkis gegn KA, þar sem hann segist ekki hafa staðfest þessar sögusagnir við neinn.

„Það er alveg rangt, ég las bara um það í blöðunum og hef ekki staðfest það við neinn,“ sagði Helgi Valur eftir leikinn þegar hann var spurður út í þetta mál.

„Eins og síðustu þrjú árin hef ég bara tekið eitt ár í einu, og ég hef ekk­ert ákveðið að hætta. Auðvitað er það alltaf lík­legt, en við sjá­um hvernig það fer, hvernig manni líður að leiktíma­bili loknu.“

Eins og áður segir varð Helgi Valur fertugur í vikunni, nánar tiltekið á þriðjudaginn þegar leikur Fylkis og KA fór fram. Það verður því að teljast líklegt að hann muni hugsa sig vel um áður en hann ákveður að taka eitt tímabil í viðbót.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×