Innlent

Mið­flokkurinn boðar odd­vita­kjör í Reykja­vík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Miðflokksins, og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður, sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Miðflokksins, og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður, sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir

Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður flokksins, og Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, etja kappi um oddvitasætið. Greint var frá því á föstudaginn að Þorsteinn hafi neitað að beygja sig undir áform uppstillinganefndar að vera ekki stillt upp sem oddvita á listanum og samkvæmt heimildum Vísis gekk hann í að smala samherjum sínum á fundinn til að fella tillöguna.

Tillagan var felld og stendur Miðflokkurinn frammi fyrir þeim vanda að raða á listann svo hann standi. Hefur því verið boðað til oddvitakjörs sem mun fara fram 23. og 24. júlí næstkomandi. Um er að ræða ráðgefandi atkvæðagreiðslu um val á oddvita, þar sem félagsmönnum stendur til boða að taka afstöðu til frambjóðendanna sem sóst hafa eftir að leiða listann.

„Mikill hugur er í Miðflokknum um að jafna hlut kynjanna og aldursdreifingu á framboðslistum. Mikið framboð hefur verið af hæfum konum og körlum og er það fagnaðarefni,“ segir í tilkynningu á vef Miðflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×