Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júlí 2021 13:01 Fiskistofa segir þörf á samráði og úrbótum vegna brottkasts hér á landi. Vísir/Vilhelm Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46