Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 12:03 Tveir dælubílar slökkviliðs voru sendir á vettvang þegar eldur kom upp í hjólhýsi á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Það var í annað sinn sem eldur kom upp í hjólhýsi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Martin Meyer Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið. Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið.
Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03
Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14
Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12