Bregðast þurfi við brottkasti en einnig ræða aðferðir Fiskistofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 19:31 Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Egill Aðalsteinsson Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að brottkast sé stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafi hingað til haldið fram. Hann segir að eftirlitsaðferðir Fiskistofu verði að vera til umræðu þegar leitað er að lausnum við vandanum. Um helgina greindi fréttastofa frá því að Fiskistofa hefði svipt bát veiðileyfi í tvær vikur vegna stórfellds brottkasts. Það er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur veiðileyfi vegna brottkasts eftir að stofnunin hóf eftirlit með drónum í janúar. Síðan þá hefur brottkastmálum fjölgað mikið. Fiskistofa hefur óskað eftir samráði við sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um úrbætur. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda segir það liggja í hlutarins eðli að grípa þurfi til aðgerða. „Það er búið að setja kíki fyrir blinda augað í þessum málum í langan tíma. Brottkast er náttúrulega alþjóðlegt vandamál í fiskveiðum og einhvern veginn höfum við í gegnum síðustu árin verið að telja okkur trú um það á Íslandi að þetta sé ekkert vandamál hér,“ segir Arthur. Gagnrýnir eftirlitsaðferðir Fiskistofu Arthur segist hins vegar kominn á þá skoðun að það sé ansi langt frá sannleikanum og telur augljóst að aukið eftirlit Fiskistofu hafi varpað frekara ljósi á umfang brottkasts íslenskra skipa. Hann hefur þó verið gagnrýninn á eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. „Samkvæmt mínum lesskilningi þá er þessi aðferðafræði sem Fiskistofa hefur notað hingað til miklu líkari því að verið sé að njósna um menn, en að stunda rafrænt eftirlit. Þetta er eitt af því sem þarf að taka á.“ Hann segir ýmsar ástæður geta legið að baki því að brottkast er jafn mikið og raun ber vitni. „Ég er þeirrar skoðunar að fiskveiðikerfi þar sem mönnum er úthlutað í kílóum beri með sér mjög sterkan hvata til þess, sérstaklega þegar veiðiheimildir eru takmarkaðar, að menn fari að sortera það sem komið er með í land,“ segir Arthur. Sjávarútvegur Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent Fleiri fréttir Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Sjá meira
Um helgina greindi fréttastofa frá því að Fiskistofa hefði svipt bát veiðileyfi í tvær vikur vegna stórfellds brottkasts. Það er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur veiðileyfi vegna brottkasts eftir að stofnunin hóf eftirlit með drónum í janúar. Síðan þá hefur brottkastmálum fjölgað mikið. Fiskistofa hefur óskað eftir samráði við sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um úrbætur. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda segir það liggja í hlutarins eðli að grípa þurfi til aðgerða. „Það er búið að setja kíki fyrir blinda augað í þessum málum í langan tíma. Brottkast er náttúrulega alþjóðlegt vandamál í fiskveiðum og einhvern veginn höfum við í gegnum síðustu árin verið að telja okkur trú um það á Íslandi að þetta sé ekkert vandamál hér,“ segir Arthur. Gagnrýnir eftirlitsaðferðir Fiskistofu Arthur segist hins vegar kominn á þá skoðun að það sé ansi langt frá sannleikanum og telur augljóst að aukið eftirlit Fiskistofu hafi varpað frekara ljósi á umfang brottkasts íslenskra skipa. Hann hefur þó verið gagnrýninn á eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. „Samkvæmt mínum lesskilningi þá er þessi aðferðafræði sem Fiskistofa hefur notað hingað til miklu líkari því að verið sé að njósna um menn, en að stunda rafrænt eftirlit. Þetta er eitt af því sem þarf að taka á.“ Hann segir ýmsar ástæður geta legið að baki því að brottkast er jafn mikið og raun ber vitni. „Ég er þeirrar skoðunar að fiskveiðikerfi þar sem mönnum er úthlutað í kílóum beri með sér mjög sterkan hvata til þess, sérstaklega þegar veiðiheimildir eru takmarkaðar, að menn fari að sortera það sem komið er með í land,“ segir Arthur.
Sjávarútvegur Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent Fleiri fréttir Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Sjá meira