Á ekki að vera hægt í meistaraflokksbolta Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 20:00 KA menn fagna marki fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar gáfu ekki mikið fyrir varnarleik HK í fyrra marki KA gegn þeim fyrrnefndu í leik liðanna á Akureyri í gær. KA vann leikinn 2-0. Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki