Lukkan að snúast hjá Skagamönnum? Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum. ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira