Íslenski boltinn

Skoðum andstæðingana alltaf mjög vel

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Sigurður segir sína menn hafa mætt vel undirbúnir til leiks.
Sigurður segir sína menn hafa mætt vel undirbúnir til leiks. Vísir/Hulda Margrét

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni í Breiðholti í kvöld.

„Við náttúrulega skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og fannst fyrri hálfleikurinn ágætlega jafn. Svo fannst mér við bara gjörsamlega ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hvernig við spiluðum boltanum og stjórnuðum tempóinu. Mér fannst þetta vera virkilega, virkilega góð frammistaða. Sérstaklega í síðari hálfleik.“

Eftir að hafa legið til baka í fyrri hálfleik tóku Leiknismenn öll völd á vellinum fyrstu 25 mínúturnar í síðari hálfleik. Það var engin tilviljun:

„Við skoðum andstæðingana alltaf mjög vel og ég var sérstaklega ánægður með strákana og hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við hefðum átt að skora tvö eða þrjú mörk í seinni hálfleik og þetta var bara flott frammistaða og nú þurfum við bara að byggja á þessu.“ segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×