Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 13:22 Ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO selur njósnaforritið Pegasus. Jack Guez/Getty Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann. Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann.
Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25