Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 08:26 Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar. Mynd/Stöð 2 Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45