Kvenfyrirlitningin liggur víða í laumi Erna Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2021 11:00 Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar