Handbolti

Krían flýgur ekki í Olís-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kríumenn spila ekki í Olís-deildinni næsta vetur.
Kríumenn spila ekki í Olís-deildinni næsta vetur.

Kría ætlar ekki að taka þátt í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Frá þessu er greint á handbolta.is. Kría hefur ekki enn gefið það formlega út að liðið taki ekki þátt í Olís-deildinni en hefur tilkynnt HSÍ það samkvæmt heimildum handbolta.is.

Kría vann Víking í úrslitum umspils um sæti í Olís-deildinni síðasta vor. Í frétt handbolta.is kemur fram að Víkingum hafi verið boðið að taka sæti Kríunnar í Olís-deildinni. Liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór Ak. og ÍR, eru svo næst á blaði.

Víkingur lék síðast í Olís-deildinni tímabilið 2017-18. Liðið vann þá aðeins einn leik og endaði í tólfta og neðsta sæti.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×