Dýrustu Ólympíuleikar sögunnar Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. júlí 2021 08:00 Það hlýtur að vera mögnuð lífsreynsla að slá í gegn á Ólympíuleikum. Að átta sig á því eftir heljarinnar stökk, kast eða átök að möguleiki sé á verðlaunum og standa svo loks skælbrosandi á verðlaunapalli með augu heimsbyggðarinnar á sér. En hvað ef enginn klappar nema þjálfarinn þinn og nokkrir starfsmenn? Hvaða læti berast frá 68.000 tómum sætum? Við munum komast að því á leikunum sem hefjast í Tókýó dag, en að þessu sinni þurfa áhorfendur að láta sér nægja að fylgjast með heima í stofu. Hvað ef leikunum hefði verið aflýst? Tómir leikvangar koma til með að hafa afgerandi áhrif á bókhaldið, sem fyrir ákvörðun um áhorfendabann var þegar orðið afar áhugavert. En þetta hefði getað orðið mun verra. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í Japan var rætt um þann möguleika að leikunum yrði hreinlega aflýst, nokkuð sem áður einungis verið gert árið 1916 vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og meðan á þeirri síðari stóð. Hefði allt heila klabbið verið flautuð af áætlar hagfræðingur Bloomberg sem dæmi að nær allur sá ríflega 2% hagvöxtur sem áætlaður var í Japan á árinu þurrkaðist út. Leggjast þar saman bein efnahagsleg áhrif þess að hætt væri við sem og þær aðstæður sem gerðu það að verkum að slík ákvörðun væri á annað borð tekin. Til allrar hamingju fá ríflega 11 þúsund keppendur frá 206 löndum þó að etja kappi og við íbúar höfuðborgarsvæðisins höfum eitthvað að horfa á, því ekki getum við víst verið úti að njóta veðurblíðunnar. Umdeilt mót Andstaða við leikana og einstaka þætti þess hefur verið áberandi í Japan undanfarin ár, en slíkt er aldeilis ekkert einsdæmi. Umsóknir Rómar, Hamborgar og Boston um að halda Sumarólympíuleikana 2024 voru allar dregnar til baka í miðju umsóknarferli vegna þrýstings heima fyrir og sömu sögu er að segja frá Osló, Stokkhólmi, Lviv og Kraká vegna vetrarleikanna á næsta ári. Íbúar St. Moritz og Munchen höfnuðu því að sótt væri um í sérstökum atkvæðagreiðslum sem haldnar voru í borgunum. Raunar verða næstu þrír sumarólympíuleikar leiknir í borgum sem fengu enga samkeppni í umsóknarferlinu. Ástæða þessarar miklu andstöðu má einkum rekja til gífurlegs kostnaðar og þeirra efnahagslegu hremminga sem leikar á borð við þá sem haldnir voru í Ríó og Aþenu höfðu í för með sér. Nú er svo komið að japanska stórfyrirtækið Toyota, einn helsti styrktaraðili mótsins, hefur ákveðið að tengja vörumerki sitt ekki með nokkrum hætti við leikana af ótta við líða fyrir slæma ímynd þeirra. Þetta eru stórtíðindi í heimi markaðssetningar íþróttaviðburða og mikið áhyggjuefni fyrir Alþjóðaólympíunefndina (IOC). En óánægju Japana varð sennilega fyrst vart fyrir alvöru þegar upplýst var um væntanlega kostnað nýs þjóðarleikvangs. Svo fór að tilbúnum teikningum arkitektastofu Zaha Hadid var hent í ruslið og nýr ódýrari leikvangur krotaður upp í flýti. Þó svo um róttæka sparnaðaraðgerð hafi verið að ræða er hinn glæsilegi Ólympíuleikvangur einn dýrasti íþróttaleikvangur heims. Rándýrt stórmót á erfiðum tímum Í sex áratugi hefur aldrei tekist að halda Ólympíuleika, hvort sem litið er til sumar- eða vetrarleika, án þess að farið sé fram úr kostnaðaráætlunum. Að meðaltali hefur framúrkeyrslan numið ríflega 150% og verða leikarnir í Tókýó engin undantekning. Það lítur út fyrir að kostnaðurinn verði á pari við landsframleiðslu Íslands og verði þrefalt meiri en til stóð í upphafi. Þetta munu því að öllum líkindum verða dýrustu sumarleikar sem nokkru sinni hafa verið haldnir. Ólympíuleikar eru haldnir sem samstarfsverkefni þriggja aðila; Alþjóðaólympíunefndarinnar, borgaryfirvalda Tókýó og sérstakrar skipulagsnefndar (Tokyo Organizing Committee). Skipulagsnefndin sér um rekstur leikanna og eins og sjá má er rekstri hennar ætlað að koma út á sléttu. Stóran fyrirvara skal þó gera við rekstraráætlun nefndarinnar. Um 80 milljarða króna hluti nefndarinnar af heildarsölu miða á mótinu fellur að sjálfsögðu niður vegna áhorfendabanns og hafa aukin útgjöld vegna kórónuveirufaraldursins krafist þess að hátt í 70 milljarða króna tekjur verði með einhverjum hætti grafnar upp. Líkur eru á að þessir 150 milljarðar króna leggist á borgarsjóð Tókýóborgar. Áhorfendur kaupa meira en miða Áætlað hafði verið að seldar yrðu 7,8 milljónir aðgöngumiða á þá 339 viðburði sem á leikunum verða og hefðu tekjurnar numið um 100 milljörðum króna, sem skipulagsnefnd mótsins og Alþjóðaólympíunefndin hefðu deilt með sér. En einhvers staðar þurfa áhorfendur að gista og hver veit nema þeir borði líka japanskar ostakökur og skoli þeim niður með einhverjum góðum drykk. Þegar allt er talið voru því væntingar um að neysla og útgjöld áhorfenda, innlendra og erlendra, næmi um 270 milljörðum króna. 270 milljörðum sem fuðrað hafa upp. Óvíst um eftirmálana Það stefnir því í dýrustu Ólympíuleika sögunnar, þrefalt dýrari en til stóð, og umtalsvert minni tekjur til vænst var. Allir Ólympíuleikar eru reknir með miklu tapi, stundum sligandi og mun kostnaðurinn væntanlega leggjast þungt á íbúa Tókýóborgar að loknu móti. Síðast þegar leikar voru haldnir þar í landi, í Nagano 1998, var bókhaldinu bókstaflega hent á bálið til að fela um þriggja milljarða króna greiðslur sem að stórum hluta runnu til meðlima Alþjóðaólympíunefndarinnar. Vonandi verður bókhald núverandi leika þó aðgengilegt að móti loknu, því ég hlakka svo sannarlega til að lesa það. Höfundur er deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera mögnuð lífsreynsla að slá í gegn á Ólympíuleikum. Að átta sig á því eftir heljarinnar stökk, kast eða átök að möguleiki sé á verðlaunum og standa svo loks skælbrosandi á verðlaunapalli með augu heimsbyggðarinnar á sér. En hvað ef enginn klappar nema þjálfarinn þinn og nokkrir starfsmenn? Hvaða læti berast frá 68.000 tómum sætum? Við munum komast að því á leikunum sem hefjast í Tókýó dag, en að þessu sinni þurfa áhorfendur að láta sér nægja að fylgjast með heima í stofu. Hvað ef leikunum hefði verið aflýst? Tómir leikvangar koma til með að hafa afgerandi áhrif á bókhaldið, sem fyrir ákvörðun um áhorfendabann var þegar orðið afar áhugavert. En þetta hefði getað orðið mun verra. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í Japan var rætt um þann möguleika að leikunum yrði hreinlega aflýst, nokkuð sem áður einungis verið gert árið 1916 vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og meðan á þeirri síðari stóð. Hefði allt heila klabbið verið flautuð af áætlar hagfræðingur Bloomberg sem dæmi að nær allur sá ríflega 2% hagvöxtur sem áætlaður var í Japan á árinu þurrkaðist út. Leggjast þar saman bein efnahagsleg áhrif þess að hætt væri við sem og þær aðstæður sem gerðu það að verkum að slík ákvörðun væri á annað borð tekin. Til allrar hamingju fá ríflega 11 þúsund keppendur frá 206 löndum þó að etja kappi og við íbúar höfuðborgarsvæðisins höfum eitthvað að horfa á, því ekki getum við víst verið úti að njóta veðurblíðunnar. Umdeilt mót Andstaða við leikana og einstaka þætti þess hefur verið áberandi í Japan undanfarin ár, en slíkt er aldeilis ekkert einsdæmi. Umsóknir Rómar, Hamborgar og Boston um að halda Sumarólympíuleikana 2024 voru allar dregnar til baka í miðju umsóknarferli vegna þrýstings heima fyrir og sömu sögu er að segja frá Osló, Stokkhólmi, Lviv og Kraká vegna vetrarleikanna á næsta ári. Íbúar St. Moritz og Munchen höfnuðu því að sótt væri um í sérstökum atkvæðagreiðslum sem haldnar voru í borgunum. Raunar verða næstu þrír sumarólympíuleikar leiknir í borgum sem fengu enga samkeppni í umsóknarferlinu. Ástæða þessarar miklu andstöðu má einkum rekja til gífurlegs kostnaðar og þeirra efnahagslegu hremminga sem leikar á borð við þá sem haldnir voru í Ríó og Aþenu höfðu í för með sér. Nú er svo komið að japanska stórfyrirtækið Toyota, einn helsti styrktaraðili mótsins, hefur ákveðið að tengja vörumerki sitt ekki með nokkrum hætti við leikana af ótta við líða fyrir slæma ímynd þeirra. Þetta eru stórtíðindi í heimi markaðssetningar íþróttaviðburða og mikið áhyggjuefni fyrir Alþjóðaólympíunefndina (IOC). En óánægju Japana varð sennilega fyrst vart fyrir alvöru þegar upplýst var um væntanlega kostnað nýs þjóðarleikvangs. Svo fór að tilbúnum teikningum arkitektastofu Zaha Hadid var hent í ruslið og nýr ódýrari leikvangur krotaður upp í flýti. Þó svo um róttæka sparnaðaraðgerð hafi verið að ræða er hinn glæsilegi Ólympíuleikvangur einn dýrasti íþróttaleikvangur heims. Rándýrt stórmót á erfiðum tímum Í sex áratugi hefur aldrei tekist að halda Ólympíuleika, hvort sem litið er til sumar- eða vetrarleika, án þess að farið sé fram úr kostnaðaráætlunum. Að meðaltali hefur framúrkeyrslan numið ríflega 150% og verða leikarnir í Tókýó engin undantekning. Það lítur út fyrir að kostnaðurinn verði á pari við landsframleiðslu Íslands og verði þrefalt meiri en til stóð í upphafi. Þetta munu því að öllum líkindum verða dýrustu sumarleikar sem nokkru sinni hafa verið haldnir. Ólympíuleikar eru haldnir sem samstarfsverkefni þriggja aðila; Alþjóðaólympíunefndarinnar, borgaryfirvalda Tókýó og sérstakrar skipulagsnefndar (Tokyo Organizing Committee). Skipulagsnefndin sér um rekstur leikanna og eins og sjá má er rekstri hennar ætlað að koma út á sléttu. Stóran fyrirvara skal þó gera við rekstraráætlun nefndarinnar. Um 80 milljarða króna hluti nefndarinnar af heildarsölu miða á mótinu fellur að sjálfsögðu niður vegna áhorfendabanns og hafa aukin útgjöld vegna kórónuveirufaraldursins krafist þess að hátt í 70 milljarða króna tekjur verði með einhverjum hætti grafnar upp. Líkur eru á að þessir 150 milljarðar króna leggist á borgarsjóð Tókýóborgar. Áhorfendur kaupa meira en miða Áætlað hafði verið að seldar yrðu 7,8 milljónir aðgöngumiða á þá 339 viðburði sem á leikunum verða og hefðu tekjurnar numið um 100 milljörðum króna, sem skipulagsnefnd mótsins og Alþjóðaólympíunefndin hefðu deilt með sér. En einhvers staðar þurfa áhorfendur að gista og hver veit nema þeir borði líka japanskar ostakökur og skoli þeim niður með einhverjum góðum drykk. Þegar allt er talið voru því væntingar um að neysla og útgjöld áhorfenda, innlendra og erlendra, næmi um 270 milljörðum króna. 270 milljörðum sem fuðrað hafa upp. Óvíst um eftirmálana Það stefnir því í dýrustu Ólympíuleika sögunnar, þrefalt dýrari en til stóð, og umtalsvert minni tekjur til vænst var. Allir Ólympíuleikar eru reknir með miklu tapi, stundum sligandi og mun kostnaðurinn væntanlega leggjast þungt á íbúa Tókýóborgar að loknu móti. Síðast þegar leikar voru haldnir þar í landi, í Nagano 1998, var bókhaldinu bókstaflega hent á bálið til að fela um þriggja milljarða króna greiðslur sem að stórum hluta runnu til meðlima Alþjóðaólympíunefndarinnar. Vonandi verður bókhald núverandi leika þó aðgengilegt að móti loknu, því ég hlakka svo sannarlega til að lesa það. Höfundur er deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun