Van Gaal að taka við hollenska landsliðinu í þriðja sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 10:30 Van Gaal þarf eflaust að skrifa nýjan kafla í ævisögu sína þar sem hann er að taka við hollenska landsliðinu enn á ný. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Hollenski fjölmiðillinn De Telegraaf segir að Louis van Gaal, fyrrum þjálfari Barcelona og Manchester United sé að taka við hollenska landsliðinu á nýjan leik. Hann stýrði liðinu frá 2000 til 2002 og frá 2012 til 2014. Frank de Boer stýrði Hollendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar en hann tók við liðinu eftir að Ronald Koeman var ráðinn þjálfari Barcelona sumarið 2020. De Boer hefur ekki heillað sem þjálfari og þó liðið hafi spilað vel í riðlakeppni mótsins þá steinlá það gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum og í kjölfarið var De Boer látinn taka poka sinn. Hollenska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni og virðist ætla að treysta á Van Gaal enn eina ferðina. Hann stýrði liðinu eins og áður sagði rétt eftir aldamót og á HM 2014 þar sem Holland féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í undanúrslitum. Holland nældi þó í brons þar sem liðið vann öruggan 3-0 sigur á Brasilíu í því sem reyndist síðasti leikur liðsins undir stjórn Van Gaal. Á þeim tíma allavega. Virðist sem áætlun hollenska sambandsins sé að fá Van Gaal inn í 18 mánuði með þá Henk Fraser og Danny Blind með sér. Van Gaal á að stýra liðinu þangað til HM í Katar er lokið í árslok 2022 og þá ætti Fraser að taka við starfinu. DONE DEAL: Louis van Gaal takes charge of the Dutch national team for a third spell pic.twitter.com/wlt73DDJX0— 433 (@433) July 21, 2021 Fraser hefur þjálfað lið á borð við Ado den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í Hollandi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Hollands undnafarin tvö ár. Van Gaal er orðinn 69 ára gamall og hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Manchester United árið 2016. Hann virðist nú vera að snúa aftur í þjálfun. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Frank de Boer stýrði Hollendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar en hann tók við liðinu eftir að Ronald Koeman var ráðinn þjálfari Barcelona sumarið 2020. De Boer hefur ekki heillað sem þjálfari og þó liðið hafi spilað vel í riðlakeppni mótsins þá steinlá það gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum og í kjölfarið var De Boer látinn taka poka sinn. Hollenska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni og virðist ætla að treysta á Van Gaal enn eina ferðina. Hann stýrði liðinu eins og áður sagði rétt eftir aldamót og á HM 2014 þar sem Holland féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í undanúrslitum. Holland nældi þó í brons þar sem liðið vann öruggan 3-0 sigur á Brasilíu í því sem reyndist síðasti leikur liðsins undir stjórn Van Gaal. Á þeim tíma allavega. Virðist sem áætlun hollenska sambandsins sé að fá Van Gaal inn í 18 mánuði með þá Henk Fraser og Danny Blind með sér. Van Gaal á að stýra liðinu þangað til HM í Katar er lokið í árslok 2022 og þá ætti Fraser að taka við starfinu. DONE DEAL: Louis van Gaal takes charge of the Dutch national team for a third spell pic.twitter.com/wlt73DDJX0— 433 (@433) July 21, 2021 Fraser hefur þjálfað lið á borð við Ado den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í Hollandi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Hollands undnafarin tvö ár. Van Gaal er orðinn 69 ára gamall og hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Manchester United árið 2016. Hann virðist nú vera að snúa aftur í þjálfun.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira