Smantauskas er örvhent skytta og mun fylla skarð Einars Rafns Eiðssonar sem er genginn í raðir KA.
„Þetta er stór og sterkur strákur með töluverða alþjóðlega reynslu. Okkur líst mjög vel á hann. Fyrstu kynni lofa góðu og við erum spenntir að sjá hann í FH treyjunni,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í tilkynningu frá félaginu.
Smantauskas, sem er 24 ára, hefur leikið með Dragunas í heimalandinu undanfarin þrjú ár.
FH endaði í 2. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Auk Einars Rafns hefur hornamaðurinn Arnar Freyr Ársælsson samið við KA. Þá hefur markvörðurinn Birkir Fannar Bragason lagt skóna á hilluna.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.