Einn alvarlega veikur undir sextugu í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2021 15:09 Búið er að fullbólusetja meira en helming ísraelsku þjóðarinnar og er unnið að því að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. EPA/ABIR SULTAN Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísað á upplýsingafundi í morgun til upplýsinga um fjölgun innlagna á sjúkrahús í Ísrael. Það gerði hann í tengslum við þá óvissu sem ríki varðandi fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hér á landi undanfarið og hvort þeir sem hafi verið bólusettir og smitist, veikist alvarlega. Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira