Einn alvarlega veikur undir sextugu í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2021 15:09 Búið er að fullbólusetja meira en helming ísraelsku þjóðarinnar og er unnið að því að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. EPA/ABIR SULTAN Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísað á upplýsingafundi í morgun til upplýsinga um fjölgun innlagna á sjúkrahús í Ísrael. Það gerði hann í tengslum við þá óvissu sem ríki varðandi fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hér á landi undanfarið og hvort þeir sem hafi verið bólusettir og smitist, veikist alvarlega. Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira