Íslenski boltinn

Öruggur sigur Fjölnismanna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fjölnismenn eru enn í baráttunni um sæti í efstu deild.
Fjölnismenn eru enn í baráttunni um sæti í efstu deild. Vísir/Getty

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Jóhann Árni Gunnarsson kom Fjölnismönnum í 1-0 eftir rúmlega hálftíma leik. Ragnar Leósson átti þá skalla í slá, en Jóhann náði frákastinu og kom heimamönnum yfir.

Rétt áður en flautað var til hálfleiks slapp Michael Bakare einn inn fyrir vörn Þróttara og kom Fjölni í 2-0.

Sigurpáll Melberg Pálsson jók svo forskot heimamanna í 3-0 þegar hann kom boltanum í netið eftir góða fyrirgjöf Bakare.

Þegar um stundarfjórðungur lifði leiks fékk Sigurpáll Melberg að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt.

Baldur Hannes Stefánsson minnkaði muninn fyrir gestina af vítapunktinum á þriðju mínútu uppbótartíma. Það var þó orðið allt af seint, og 3-1 sigur heimamanna því staðreynd.

Fjölnismenn eru því sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig og halda sér í baráttunni um sæti í efstu deild. Þróttarar eru enn í bullandi fallbaráttu með sjö stig í 11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×