Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 21:28 Fabian Delph og Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við hvorn annan á æfingu hjá Everton á síðasta ári. Getty/Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu. Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52