Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2021 15:23 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Vísir/Baldur Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin á Íslandi – það dylst líklega engum. 78 greindust með veiruna í fyrradag og 76 í gær. Stærstur hluti þeirra sem greinst hafa undanfarna viku var utan sóttkvíar, sem gefur til kynna mikla útbreiðslu faraldursins. Stutt sumarfrí Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna er mættur aftur í vinnuna eftir styttra sumarfrí en áætlað var. „Það er mjög mikið að gera hjá okkur. En við erum með vanan mannskap og reynslumikinn þannig að þetta gengur,“segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Um tuttugu manns starfa nú í teyminu við rakningu og hann segir umfangið sambærilegt því sem var síðasta sumar. „Og sambærilegt og þegar bylgjur fara af stað. Við erum að upplifa að smit er útbreitt og að koma úr öllum áttum. Fólk er á ferð og flugi, aktívt, og í byrjun tekur smá tíma að ná að hlaupa þetta uppi en í rauninni mjög áþekkt því sem hefur verið,“ segir Jóhann. „Þetta gerist líka þegar slaknar á sýnatökum. Síðan koma upp smit, greint frá þeim í fjölmiðlum, og þá byrjar fólk kannski að fara í sýnatöku og orðið meðvitaðra. Þá byrja kannski að hrynja inn smitin. Það er eitthvað sem við höfum séð áður og er ekki óeðlilegt. En já, þetta er mjög dreift og er að koma úr svolítið mörgum áttum. En reynslan segir okkur að síðan komist aðeins skýrari mynd. En það er talsverður fjöldi núna að greinast innan sóttkvíar, sem segir okkur að það er eitthvað að bindast.“ Algjör sprenging hefur orðið í sýnatökum hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga.Vísir/Vilhelm Skemmtanalífið aðaluppsprettan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að smit flestra sem greinst hafa í hinni nýju bylgju megi rekja til skemmtistaðarins Bankastrætis club og til Lundúnaferðar sem farin var í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Ég myndi segja að þetta væri skemmtanalífið, miðborgin og skemmtanalífið. Það er stór þáttur. En svo eru margir minni, veislur og þess háttar. Í rauninni þar sem fólk hefur verið að koma saman og í raun það sama og hefur verið gegnumgangandi í öllum faraldrinum,“ segir Jóhann. Fólk langþreytt en heiðarlegt En hvernig tekur fólk því þegar það fær símtal frá rakningarteyminu? Er þyngra í fólki hljóðið en áður, nú þegar það gerði sér vonir um að faraldurinn væri að líða undir lok? „Við finnum alveg fyrir því að fólk er þreytt á þessu en viðmótið er það sama. Það eru allir mjög meðvitaðir um hvernig þetta virkar. Það vilja allir gefa okkur sem besta sögu, gefa okkur réttar upplýsingar. En þetta er sama og síðasta sumar, það er mjög erfitt ef þú ert einhvers staðar í góðu veðri og sumarfríi ef þú ert með einhver plön að þurfa að breyta þeim skyndilega. Þetta kemur illa við marga en við upplifum ekki öðruvísi viðmót og allir hafa skilning á því hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Jóhann. Svipmynd af djamminu nú í sumar. Þangað má rekja smit margra undanfarna daga.Vísir/Aníta Langflestir segi satt og rétt frá. „Það eru svo alltaf einhver frávik frá því. En það reyndar kemur eiginlega alltaf í ljós síðar meir. Það er engum greiði gerður með því að halda einhverju undan eða reyna að hafa einhver áhrif á þetta. Þetta er sameiginlegt viðfangsefni að tækla.“ Þá komi reglulega fyrir að fólk sé á miðju ferðalagi þegar það er skikkað í sóttkví. „Bæði að það sé í útlöndum, á leiðinni til útlanda eða með ferðahýsi á ferðinni og þarf snögglega að breyta um plön. En þetta er eitthvað sem við erum orðin vön að tækla og hefur gengið vel.“ Nýtt flækjustig Yfir 85 prósent Íslendinga 16 ára og eldri eru fullbólusett. Jóhann segir þetta háa hlutfall hafa ákveðnar breytingar í för með sér fyrir rakningarteymið. „Varðandi sóttkví, þá erum við að vinna með að ef þú ert mikið útsettur þá ferðu í sóttkví, jafnvel þótt þú sért bólusettur. En við minni útsetningu og ef einstaklingur er bólusettur þá höfum við verið að beita einkennavöktun. Það er kannski nýja flækjustigið sem við erum að vinna með í dag,“ segir Jóhann. 85 prósent þjóðarinnar eru fullbólusett.Vísir/Vilhelm Með einkennavöktun er fólk ekki í eiginlegri sóttkví heldur beðið um að hafa sérstakan vara á fjórtán daga eftir útsetningu - og strax sent í sýnatöku, fái það einkenni. „Við erum að vinna í alveg nýju landslagi með svona mikla bólusetningu og reynum að skera þar á milli eftir því hvað við metum útsetninguna mikla. Við höfum séð það núna að það er alveg þörf á því fyrir þann sem er bólusettur að fara í sóttkví ef hann er mikið útsettur.“ Tveir, þrír tugir ekki óalgengt í sóttkví Fram kom í fyrra að senda hafi þurft allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einn greindist með veiruna. Jóhann segir að undanfarið hafi þessi tala geta hlaupið á tugum fyrir hvern smitaðan, hæst hafi á fimmta tug þurft að fara í sóttkví vegna smits hjá einum. „Það hefur líka alltaf sveiflast eftir því hvaða takmarkanir eru í gangi, hversu aktívir menn eru, en miðað við núna sýnist mér ekki svakalegur fjöldi þurfa í sóttkví miðað við hvað fólk er mikið á ferðinni, mikið um veislur og þess háttar. En tveir þrír tugir er ekki óalgengt.“ En bjóst Jóhann við því að þurfa að snúa aftur í rakninguna á fullu svona snemma? Alveg eins, segir hann. „En fjöldinn og hraðinn kemur á óvart. En það er svosem ekkert óviðbúið þegar þetta kemur úr mörgum áttum á sama tíma og nær að breiðast eitthvað út, þá kemur bylgja,“ segir Jóhann. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé auðvelt verkefni. En það er mjög mikið að gera núna, við erum ekkert rosalega mörg. Þannig að við þurfum að fara hratt yfir og treysta á að fólk sé farið að þekkja þetta og þetta gangi allt saman vel. En þetta gengur alveg og verður spennandi að sjá hvernig næstu dagar koma út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tuttugu og átta börn í eftirliti á Covid-göngudeild Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, fjórtán í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví. 23. júlí 2021 14:11 Ísland enn grænt í nýju bylgjunni Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins. 23. júlí 2021 13:11 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Boða til ríkisstjórnarfundar vegna minnisblaðs Þórólfs klukkan 16 Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum verður rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær. 23. júlí 2021 10:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin á Íslandi – það dylst líklega engum. 78 greindust með veiruna í fyrradag og 76 í gær. Stærstur hluti þeirra sem greinst hafa undanfarna viku var utan sóttkvíar, sem gefur til kynna mikla útbreiðslu faraldursins. Stutt sumarfrí Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna er mættur aftur í vinnuna eftir styttra sumarfrí en áætlað var. „Það er mjög mikið að gera hjá okkur. En við erum með vanan mannskap og reynslumikinn þannig að þetta gengur,“segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Um tuttugu manns starfa nú í teyminu við rakningu og hann segir umfangið sambærilegt því sem var síðasta sumar. „Og sambærilegt og þegar bylgjur fara af stað. Við erum að upplifa að smit er útbreitt og að koma úr öllum áttum. Fólk er á ferð og flugi, aktívt, og í byrjun tekur smá tíma að ná að hlaupa þetta uppi en í rauninni mjög áþekkt því sem hefur verið,“ segir Jóhann. „Þetta gerist líka þegar slaknar á sýnatökum. Síðan koma upp smit, greint frá þeim í fjölmiðlum, og þá byrjar fólk kannski að fara í sýnatöku og orðið meðvitaðra. Þá byrja kannski að hrynja inn smitin. Það er eitthvað sem við höfum séð áður og er ekki óeðlilegt. En já, þetta er mjög dreift og er að koma úr svolítið mörgum áttum. En reynslan segir okkur að síðan komist aðeins skýrari mynd. En það er talsverður fjöldi núna að greinast innan sóttkvíar, sem segir okkur að það er eitthvað að bindast.“ Algjör sprenging hefur orðið í sýnatökum hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga.Vísir/Vilhelm Skemmtanalífið aðaluppsprettan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að smit flestra sem greinst hafa í hinni nýju bylgju megi rekja til skemmtistaðarins Bankastrætis club og til Lundúnaferðar sem farin var í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Ég myndi segja að þetta væri skemmtanalífið, miðborgin og skemmtanalífið. Það er stór þáttur. En svo eru margir minni, veislur og þess háttar. Í rauninni þar sem fólk hefur verið að koma saman og í raun það sama og hefur verið gegnumgangandi í öllum faraldrinum,“ segir Jóhann. Fólk langþreytt en heiðarlegt En hvernig tekur fólk því þegar það fær símtal frá rakningarteyminu? Er þyngra í fólki hljóðið en áður, nú þegar það gerði sér vonir um að faraldurinn væri að líða undir lok? „Við finnum alveg fyrir því að fólk er þreytt á þessu en viðmótið er það sama. Það eru allir mjög meðvitaðir um hvernig þetta virkar. Það vilja allir gefa okkur sem besta sögu, gefa okkur réttar upplýsingar. En þetta er sama og síðasta sumar, það er mjög erfitt ef þú ert einhvers staðar í góðu veðri og sumarfríi ef þú ert með einhver plön að þurfa að breyta þeim skyndilega. Þetta kemur illa við marga en við upplifum ekki öðruvísi viðmót og allir hafa skilning á því hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Jóhann. Svipmynd af djamminu nú í sumar. Þangað má rekja smit margra undanfarna daga.Vísir/Aníta Langflestir segi satt og rétt frá. „Það eru svo alltaf einhver frávik frá því. En það reyndar kemur eiginlega alltaf í ljós síðar meir. Það er engum greiði gerður með því að halda einhverju undan eða reyna að hafa einhver áhrif á þetta. Þetta er sameiginlegt viðfangsefni að tækla.“ Þá komi reglulega fyrir að fólk sé á miðju ferðalagi þegar það er skikkað í sóttkví. „Bæði að það sé í útlöndum, á leiðinni til útlanda eða með ferðahýsi á ferðinni og þarf snögglega að breyta um plön. En þetta er eitthvað sem við erum orðin vön að tækla og hefur gengið vel.“ Nýtt flækjustig Yfir 85 prósent Íslendinga 16 ára og eldri eru fullbólusett. Jóhann segir þetta háa hlutfall hafa ákveðnar breytingar í för með sér fyrir rakningarteymið. „Varðandi sóttkví, þá erum við að vinna með að ef þú ert mikið útsettur þá ferðu í sóttkví, jafnvel þótt þú sért bólusettur. En við minni útsetningu og ef einstaklingur er bólusettur þá höfum við verið að beita einkennavöktun. Það er kannski nýja flækjustigið sem við erum að vinna með í dag,“ segir Jóhann. 85 prósent þjóðarinnar eru fullbólusett.Vísir/Vilhelm Með einkennavöktun er fólk ekki í eiginlegri sóttkví heldur beðið um að hafa sérstakan vara á fjórtán daga eftir útsetningu - og strax sent í sýnatöku, fái það einkenni. „Við erum að vinna í alveg nýju landslagi með svona mikla bólusetningu og reynum að skera þar á milli eftir því hvað við metum útsetninguna mikla. Við höfum séð það núna að það er alveg þörf á því fyrir þann sem er bólusettur að fara í sóttkví ef hann er mikið útsettur.“ Tveir, þrír tugir ekki óalgengt í sóttkví Fram kom í fyrra að senda hafi þurft allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einn greindist með veiruna. Jóhann segir að undanfarið hafi þessi tala geta hlaupið á tugum fyrir hvern smitaðan, hæst hafi á fimmta tug þurft að fara í sóttkví vegna smits hjá einum. „Það hefur líka alltaf sveiflast eftir því hvaða takmarkanir eru í gangi, hversu aktívir menn eru, en miðað við núna sýnist mér ekki svakalegur fjöldi þurfa í sóttkví miðað við hvað fólk er mikið á ferðinni, mikið um veislur og þess háttar. En tveir þrír tugir er ekki óalgengt.“ En bjóst Jóhann við því að þurfa að snúa aftur í rakninguna á fullu svona snemma? Alveg eins, segir hann. „En fjöldinn og hraðinn kemur á óvart. En það er svosem ekkert óviðbúið þegar þetta kemur úr mörgum áttum á sama tíma og nær að breiðast eitthvað út, þá kemur bylgja,“ segir Jóhann. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé auðvelt verkefni. En það er mjög mikið að gera núna, við erum ekkert rosalega mörg. Þannig að við þurfum að fara hratt yfir og treysta á að fólk sé farið að þekkja þetta og þetta gangi allt saman vel. En þetta gengur alveg og verður spennandi að sjá hvernig næstu dagar koma út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tuttugu og átta börn í eftirliti á Covid-göngudeild Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, fjórtán í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví. 23. júlí 2021 14:11 Ísland enn grænt í nýju bylgjunni Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins. 23. júlí 2021 13:11 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Boða til ríkisstjórnarfundar vegna minnisblaðs Þórólfs klukkan 16 Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum verður rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær. 23. júlí 2021 10:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Tuttugu og átta börn í eftirliti á Covid-göngudeild Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, fjórtán í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví. 23. júlí 2021 14:11
Ísland enn grænt í nýju bylgjunni Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins. 23. júlí 2021 13:11
76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49
Boða til ríkisstjórnarfundar vegna minnisblaðs Þórólfs klukkan 16 Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum verður rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær. 23. júlí 2021 10:56