Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Atli Arason skrifar 25. júlí 2021 23:19 Keflvíkingar tóku virkilega mikilvæg þrjú stig gegn Breiðablik í kvöld. vísir/hulda margrét Keflavík vann nokkuð óvæntan sigur á Breiðabliki suður með sjó í leik sem fór fram í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. Blikar byrjuðu leikinn mun betur í kvöld. Breiðablik lág á Keflvíkingum á upphafsmínútunum og Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, gerði vel með þó nokkrum flottum markvörslum fyrstu mínúturnar. Keflavík fékk sín færi í skyndisóknum en mark frá Blikum lág einhvern veginn alltaf í loftinu. Það dróg hins vegar til tíðinda á 43. mínútu þegar Anton Ari tekur markspyrnu, spilar honum stutt á Viktor Örn sem stóð við hlið hans inn í markteig. Joey Gibbs kemur þá askvaðandi í pressuna og nær að komast inn í sendingu Viktors og boltinn endar í auðu neti Breiðabliks. Keflavík fór því með eins marks forystu inn í hálfleikinn. Strax í upphafi síðari hálfleiks, eða á 48. mínútu ná Keflvíkingar að tvöfalda forystu sína. Ingimundur Aron tekur þá aukaspyrnu við miðlínuna og spyrnir boltanum inn á vítateig gestanna þar sem Frans Elvarsson er einn á auðum sjó og nær að stýra knettinum í fjær hornið með öflugri kollspyrnu. 2-0 fyrir Keflavík. Eftir þetta þá var Breiðablik í stanslausri sókn en fimm mínútum eftir mark Frans þá fá Blikar dæmda vítaspyrnu eftir að Magnús Þór brýtur á Mikkelsen innan vítateigs Keflavíkur. Mikkelsen fer sjálfur á punktinn og setur boltann í stöngina, Mikkelsen var of kræfur en hann náði sjálfur frákastinu af sínu eigin skoti í stöngina og nær að setja boltann í netið. Sá sem tekur vítaspyrnuna má þó ekki taka eigið frákast ef markmaður snertir boltann ekki í millitíðinni. Því dæmdi Ívar Orri markið af og boltinn fór til Keflvíkinga. Breiðablik var áfram líklegri aðilinn til að skora það sem eftir lifði leiks en Sindri Kristinn hélt áfram að vera frábær í marki heimamanna og fór svo að lokum að Keflavík vann leikinn, 2-0. Af hverju vann Keflavík? Keflavík nýtti þau fáu færi sem liðið fékk á meðan að Breiðablik skapaði sér helling af færum en það virtist ómögulegt fyrir gestina að koma boltanum yfir marklínuna. Hverjir stóðu upp úr? Ingimundur Aron var flottur og sérstaklega í föstum leikatriðum, Joey Gibbs var alltaf hættulegur en Sindri Kristinn Ólafsson verður að fá sérstakt hrós hér en hann átti frábæran leik í marki Keflavíkur. Hvað gekk illa? Nýting Breiðabliks á þeim marktækifærum sem þeir fengu var ekki nógu góð. Thomas Mikkelsen átti sérstaklega slæman leik í kvöld en danski markaskorarinn fékk óteljandi mörg færi til að koma knettinum í netið. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst stóran leik fyrir höndum, í Sambandsdeild Evrópu en þar leika þeir gegn Austria Wien og eiga raunhæfan möguleika að komast áfram eftir góð úrslit í fyrri leiknum. Keflavík á fyrir höndum langt ferðalag norður yfir heiðar þar sem þeir heimsækja KA á Greifavellinum á þriðjudag. Sigurður Ragnar: Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, var kampakátur með stigin þrjú.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson var sigurreifur er hann kom í viðtal við Vísi strax eftir leik. „Ég er ótrúlega stoltur af liðinu að leggja Breiðablik af velli. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann, þeir eru alltaf meira með boltann í leikjum sínum. Okkur tókst að vera taktískt mjög sterkir í dag og það var mikil barátta og vinnusemi í liðinu. Við nýttum færin okkar vel og þá getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Siggi Raggi. Siggi benti á að Keflavíkur liðið hefði verið vel undirbúið fyrir leikinn í kvöld. „Þegar við höfum verið að spila við þá undanfarið þá höfum við verið að gefa þeim ákveðin svæði á vellinum. Við leyfðum þeim að hafa boltann meira í staðinn fyrir að vera eltast við að pressa þá út um allan völl. Við erum með skýr hlutverk hvernig við viljum verjast á móti þeim og hvernig við viljum sækja. Það gekk upp í dag,“ svaraði Siggi aðspurður um upplegg Keflavíkur fyrir leikinn í kvöld, áður en hann bætti við, „Við ætluðum að pressa þá þegar markvörðurinn þeirra var með boltann. Það var lagt upp með það og Joey gerir þetta snilldarlega að fara á blindu hliðina á honum. Það er ekki hægt að pressa betur en þetta.“ Sigurinn í kvöld lyftir Keflavík upp í áttunda sæti en næsti leikur liðsins er fyrir norðan gegn KA. Sigurði langar frekar að horfa upp töfluna en niður hana. „Það er bara áfram gakk. Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur fyrir okkur og við færumst ofar í töflunni við þetta. Við viljum líta upp á við í töflunni frekar en hafa einhverjar áhyggjur af því hvað er að gerast fyrir neðan okkur, þetta er bara liður í því. Góður sigur í dag en það eru allir leikir erfiðir í þessari deild og það er bara næsti leikur,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur. Óskar: Mér fannst við gera nóg til að skora nokkur mörk Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var heldur súr í leikslok.vísir/hulda margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vissulega ekki ánægður með úrslitin og sérstaklega í ljósi þess hvað Blikarnir náðu að skapa sér mörg góð færi í leiknum. „Það er aldrei gaman að tapa. Mér fannst við gera nóg til að skora nokkur mörk en þetta var einhvern veginn einn af þessum dögum.“ Sagði Óskar í viðtali eftir leik, áður en hann bætti við, „Stundum er þessi íþrótt þannig að ekkert fer inn. Kannski vantaði eitthvað aðeins upp á einbeitingu. Ég held að öll lið sem sækja mikið og skapa mikið af færum hafa lent í því þessu, að þau upplifi að þau geti spilað langt fram á næsta dag án þess að boltinn fari í netið og þetta var einhvern veginn einn af þeim dögum því það skipti engu máli hversu góð færi við fengum, boltinn vildi ekki inn og það er bara eins og það er.“ Víkingur og Valur unnu sína leiki í kvöld og Blikar eru nú sjö stigum á eftir Val og sex stigum á eftir Víkingi. Óskar var spurður hvort að þetta tap í kvöld höggvi skarð í titilbaráttu liðsins en Óskar bendir á að enn þá sé nóg eftir af mótinu. „Örugglega að einhverju leyti en ég get ekki verið að hugsa um það. Það skiptir í raun og veru engu máli, bara vel gert hjá þeim liðum að hafa unnið sem og öllum liðum sem unnu í dag. Þetta hreyfir samt jafn lítið við mér og tap Vals gegn Skaganum í síðustu umferð. Við erum bara í móti og það er nóg eftir af þessu móti. Við eigum eftir að mæta öllum þessum liðum innbyrðis. Það væri fljótfærni að strika einhvern út úr toppbaráttunni núna,“ sagði Óskar Hrafn Næsti leikur Blika er Evrópu leikur á heimavelli gegn Austria Wien. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik. Óskar telur að austurríska liðið sé enn þá líklegra en að Blikarnir eigi samt áfram góða möguleika á að komast áfram. „Ég met þá bara býsna góða. Ég held að Austria Wien sé ennþá líklegri aðilinn til að fara áfram en ég held að ef við náum svipuðu orkustigi og við náðum úti þá eigum við góðan möguleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik
Keflavík vann nokkuð óvæntan sigur á Breiðabliki suður með sjó í leik sem fór fram í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. Blikar byrjuðu leikinn mun betur í kvöld. Breiðablik lág á Keflvíkingum á upphafsmínútunum og Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, gerði vel með þó nokkrum flottum markvörslum fyrstu mínúturnar. Keflavík fékk sín færi í skyndisóknum en mark frá Blikum lág einhvern veginn alltaf í loftinu. Það dróg hins vegar til tíðinda á 43. mínútu þegar Anton Ari tekur markspyrnu, spilar honum stutt á Viktor Örn sem stóð við hlið hans inn í markteig. Joey Gibbs kemur þá askvaðandi í pressuna og nær að komast inn í sendingu Viktors og boltinn endar í auðu neti Breiðabliks. Keflavík fór því með eins marks forystu inn í hálfleikinn. Strax í upphafi síðari hálfleiks, eða á 48. mínútu ná Keflvíkingar að tvöfalda forystu sína. Ingimundur Aron tekur þá aukaspyrnu við miðlínuna og spyrnir boltanum inn á vítateig gestanna þar sem Frans Elvarsson er einn á auðum sjó og nær að stýra knettinum í fjær hornið með öflugri kollspyrnu. 2-0 fyrir Keflavík. Eftir þetta þá var Breiðablik í stanslausri sókn en fimm mínútum eftir mark Frans þá fá Blikar dæmda vítaspyrnu eftir að Magnús Þór brýtur á Mikkelsen innan vítateigs Keflavíkur. Mikkelsen fer sjálfur á punktinn og setur boltann í stöngina, Mikkelsen var of kræfur en hann náði sjálfur frákastinu af sínu eigin skoti í stöngina og nær að setja boltann í netið. Sá sem tekur vítaspyrnuna má þó ekki taka eigið frákast ef markmaður snertir boltann ekki í millitíðinni. Því dæmdi Ívar Orri markið af og boltinn fór til Keflvíkinga. Breiðablik var áfram líklegri aðilinn til að skora það sem eftir lifði leiks en Sindri Kristinn hélt áfram að vera frábær í marki heimamanna og fór svo að lokum að Keflavík vann leikinn, 2-0. Af hverju vann Keflavík? Keflavík nýtti þau fáu færi sem liðið fékk á meðan að Breiðablik skapaði sér helling af færum en það virtist ómögulegt fyrir gestina að koma boltanum yfir marklínuna. Hverjir stóðu upp úr? Ingimundur Aron var flottur og sérstaklega í föstum leikatriðum, Joey Gibbs var alltaf hættulegur en Sindri Kristinn Ólafsson verður að fá sérstakt hrós hér en hann átti frábæran leik í marki Keflavíkur. Hvað gekk illa? Nýting Breiðabliks á þeim marktækifærum sem þeir fengu var ekki nógu góð. Thomas Mikkelsen átti sérstaklega slæman leik í kvöld en danski markaskorarinn fékk óteljandi mörg færi til að koma knettinum í netið. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst stóran leik fyrir höndum, í Sambandsdeild Evrópu en þar leika þeir gegn Austria Wien og eiga raunhæfan möguleika að komast áfram eftir góð úrslit í fyrri leiknum. Keflavík á fyrir höndum langt ferðalag norður yfir heiðar þar sem þeir heimsækja KA á Greifavellinum á þriðjudag. Sigurður Ragnar: Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, var kampakátur með stigin þrjú.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson var sigurreifur er hann kom í viðtal við Vísi strax eftir leik. „Ég er ótrúlega stoltur af liðinu að leggja Breiðablik af velli. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann, þeir eru alltaf meira með boltann í leikjum sínum. Okkur tókst að vera taktískt mjög sterkir í dag og það var mikil barátta og vinnusemi í liðinu. Við nýttum færin okkar vel og þá getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Siggi Raggi. Siggi benti á að Keflavíkur liðið hefði verið vel undirbúið fyrir leikinn í kvöld. „Þegar við höfum verið að spila við þá undanfarið þá höfum við verið að gefa þeim ákveðin svæði á vellinum. Við leyfðum þeim að hafa boltann meira í staðinn fyrir að vera eltast við að pressa þá út um allan völl. Við erum með skýr hlutverk hvernig við viljum verjast á móti þeim og hvernig við viljum sækja. Það gekk upp í dag,“ svaraði Siggi aðspurður um upplegg Keflavíkur fyrir leikinn í kvöld, áður en hann bætti við, „Við ætluðum að pressa þá þegar markvörðurinn þeirra var með boltann. Það var lagt upp með það og Joey gerir þetta snilldarlega að fara á blindu hliðina á honum. Það er ekki hægt að pressa betur en þetta.“ Sigurinn í kvöld lyftir Keflavík upp í áttunda sæti en næsti leikur liðsins er fyrir norðan gegn KA. Sigurði langar frekar að horfa upp töfluna en niður hana. „Það er bara áfram gakk. Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur fyrir okkur og við færumst ofar í töflunni við þetta. Við viljum líta upp á við í töflunni frekar en hafa einhverjar áhyggjur af því hvað er að gerast fyrir neðan okkur, þetta er bara liður í því. Góður sigur í dag en það eru allir leikir erfiðir í þessari deild og það er bara næsti leikur,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur. Óskar: Mér fannst við gera nóg til að skora nokkur mörk Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var heldur súr í leikslok.vísir/hulda margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vissulega ekki ánægður með úrslitin og sérstaklega í ljósi þess hvað Blikarnir náðu að skapa sér mörg góð færi í leiknum. „Það er aldrei gaman að tapa. Mér fannst við gera nóg til að skora nokkur mörk en þetta var einhvern veginn einn af þessum dögum.“ Sagði Óskar í viðtali eftir leik, áður en hann bætti við, „Stundum er þessi íþrótt þannig að ekkert fer inn. Kannski vantaði eitthvað aðeins upp á einbeitingu. Ég held að öll lið sem sækja mikið og skapa mikið af færum hafa lent í því þessu, að þau upplifi að þau geti spilað langt fram á næsta dag án þess að boltinn fari í netið og þetta var einhvern veginn einn af þeim dögum því það skipti engu máli hversu góð færi við fengum, boltinn vildi ekki inn og það er bara eins og það er.“ Víkingur og Valur unnu sína leiki í kvöld og Blikar eru nú sjö stigum á eftir Val og sex stigum á eftir Víkingi. Óskar var spurður hvort að þetta tap í kvöld höggvi skarð í titilbaráttu liðsins en Óskar bendir á að enn þá sé nóg eftir af mótinu. „Örugglega að einhverju leyti en ég get ekki verið að hugsa um það. Það skiptir í raun og veru engu máli, bara vel gert hjá þeim liðum að hafa unnið sem og öllum liðum sem unnu í dag. Þetta hreyfir samt jafn lítið við mér og tap Vals gegn Skaganum í síðustu umferð. Við erum bara í móti og það er nóg eftir af þessu móti. Við eigum eftir að mæta öllum þessum liðum innbyrðis. Það væri fljótfærni að strika einhvern út úr toppbaráttunni núna,“ sagði Óskar Hrafn Næsti leikur Blika er Evrópu leikur á heimavelli gegn Austria Wien. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik. Óskar telur að austurríska liðið sé enn þá líklegra en að Blikarnir eigi samt áfram góða möguleika á að komast áfram. „Ég met þá bara býsna góða. Ég held að Austria Wien sé ennþá líklegri aðilinn til að fara áfram en ég held að ef við náum svipuðu orkustigi og við náðum úti þá eigum við góðan möguleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.