Framtíðin óljós hjá Elísabetu: „Ég á erfitt með að gera upp hug minn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 21:45 Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segir yfirstandandi tímabil hafa verið bæði skemmtilegt og strembið. Hún segir óljóst hvort hún haldi störfum áfram að því loknu. Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti