Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:31 Cecilía Rán var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra eftir góða frammistöðu með Fylki. vísir/bára Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga. Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga.
Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira