Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 26. júlí 2021 13:15 Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun