63,7 prósent landsmanna vilja stytta djammið varanlega Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 20:16 Flestir vilja að framvegis verði skemmtistaðir opnir skemur en fyrir heimsfaraldur. Maskína Yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna er hlynntur því að skemmtistöðum sé lokað fyrr á næturnar en gilti fyrir heimsfaraldur Covid-19. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aðeins sextán prósent eru andvíg hugmyndinni. Afgreiðslutími skemmtistaða hefur verið skertur fram og til baka með samkomutakmörkunum frá því í mars 2020 en eftir að faraldurinn gekk að nokkru leyti niður fyrir skemmstu skapaðist mikil umræða um það hvort slíkar skerðingar væru hugsanlega einfaldlega af hinu góða. Ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er afgerandi stuðningur á meðal almennings við styttri afgreiðslutíma á skemmtistöðum en gilt hefur um árabil hér á landi, þar sem heimilt er að hafa opið til 4.30 um helgar, en 1 á virkum dögum. 37,4% eru mjög hlynnt því að þetta verði stytt, 26,2% eru fremur hlynnt því, en 18,9 eru í meðallagi hlynnt því. Fremur andvíg hugmyndinni eru 8,8% en mjög andvíg eru 8,7%. Aldur skiptir máli. Aðeins 29,9% 18-29 ára eru mjög hlynntir styttri opnunartímum, en 46,6% 60 ára og eldri. Þá eru aðeins 2,7% 60 ára og eldri sem segjast mjög andvíg hugmyndinni. Maskína Hjúskaparstaða skiptir einnig máli: Um 48% einhleypra eru fylgjandi styttra skemmtanalífi en rúm 66% fólks í sambúð. Maskína Minnstur mælist stuðningur við styttri opnunartíma hjá Pírötum og Samfylkingu, mestur hjá Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. Maskína Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Afgreiðslutími skemmtistaða hefur verið skertur fram og til baka með samkomutakmörkunum frá því í mars 2020 en eftir að faraldurinn gekk að nokkru leyti niður fyrir skemmstu skapaðist mikil umræða um það hvort slíkar skerðingar væru hugsanlega einfaldlega af hinu góða. Ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er afgerandi stuðningur á meðal almennings við styttri afgreiðslutíma á skemmtistöðum en gilt hefur um árabil hér á landi, þar sem heimilt er að hafa opið til 4.30 um helgar, en 1 á virkum dögum. 37,4% eru mjög hlynnt því að þetta verði stytt, 26,2% eru fremur hlynnt því, en 18,9 eru í meðallagi hlynnt því. Fremur andvíg hugmyndinni eru 8,8% en mjög andvíg eru 8,7%. Aldur skiptir máli. Aðeins 29,9% 18-29 ára eru mjög hlynntir styttri opnunartímum, en 46,6% 60 ára og eldri. Þá eru aðeins 2,7% 60 ára og eldri sem segjast mjög andvíg hugmyndinni. Maskína Hjúskaparstaða skiptir einnig máli: Um 48% einhleypra eru fylgjandi styttra skemmtanalífi en rúm 66% fólks í sambúð. Maskína Minnstur mælist stuðningur við styttri opnunartíma hjá Pírötum og Samfylkingu, mestur hjá Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. Maskína
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08
Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01
„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00