Lof og last 14. umferðar: Lennon, Sindri Kristinn, sóknarleikur KR, andleysi Fylkis og fljótfærir Blikar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2021 12:30 Steven Lennon elskar að spila við ÍA. Vísir/HAG Fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Steven Lennon Skotanum líður einkar vel upp á Skipaskaga en hann skoraði öll þrjú mörkin er FH vann þægilegan 3-0 sigur á ÍA. Vissulega komu tvö mörkin af vítapunktinum en það þarf að skora úr þeim til að þau telji. Er þetta annað árið í röð sem Lennon skorar þrennu upp á Skaga og ljóst að hann kann vel við sig í rokinu. Sindri Kristinn Ólafsson Keflavík vann nokkuð óvæntan 2-0 sigur á lærisveinum Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Breiðablik um liðna helgi. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu nokkuð vel í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sindri Kristinn var hins vegar í banastuði í marki heimamanna og varði allt sem á markið kom, þar á meðal nokkur dauðafæri. Oliver Haurits Þegar menn opna markareikning sinn í Pepsi Max deildinni með marki yfir aftan miðju eiga þeir lof skilið. Oliver Haurits skoraði eitt af mörkum sumarsins er Stjarnan tapaði 2-3 fyrir Víking. Hálfleiksræða Heimis Íslandsmeistarar Vals voru heppnir að vera 1-0 yfir er flautað var til hálfleiks í Kórnum. HK höfðu verið mikið mun betri aðilinn en gestirnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Svo virðist sem Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hafi látið nokkur vel valin orð falla í hálfleik en það var allt annað að sjá Val í síðari hálfleik. HK átti engin svör og Valur vann 3-0 sigur. Sóknarleikur KR KR lék sinn besta leik á tímabilinu og mögulega besta leik síðari ára er liðið pakkaði Fylki saman í Vesturbænum. Lokatölur 4-0 en sigurinn var síst of stór miðað við magnið af færum sem fóru forgörðum hjá heimamönnum í leiknum. Gestirnir úr Árbænum áttu engin svör við öflugum sóknarleik heimamanna og voru í raun heppnir hversu kærulausir KR-ingar voru oft á tíðum í aðgerðum sínum. Last Andleysi Fylkis Fylkir hefur oftar en ekki mætt í Vesturbæinn og strítt KR-ingum undanfarin ár. Það er eins og leikmenn liðsins finni fyrir auknum vilja og krafti er þeir mæta á Meistaravelli. Það var svo aldeilis ekki staðan í leik liðanna í 14. umferð en gestirnir voru heppnir að vera aðeins 2-0 undir í hálfleik. Það lifnaði aðeins yfir þeim sóknarlega í síðari hálfleik en varnarleikurinn var líkt og gatasigti. Gæti farið svo að Ragnar Sigurðsson komi inn í liðið fyrr en áætlað var ef næsti leikur verður svipaður. Fljótfærir Blikar Það vita allir og amma þeirra hvað leikplan Breiðabliks er þegar kemur að uppspili. Óskar Hrafn fór yfir það eftir leik að ekki sé hægt að hampa leikstíl liðsins og gagnrýna á sama tíma enda mun leikstíll sem einblínir jafn mikið á að spila boltanum í gegnum pressu fá á sig klaufaleg mörk við og við. Blikar geta þó ekki verið sáttir við fyrra markið sem liðið fær á sig í Keflavík. Anton Ari Einarsson. markvörður, gefur á Viktor Örn Margeirsson áður en Viktor Örn er kominn í almennilega stöðu til þess að taka við knettinum. Miðvörðurinn tekur við boltanum og þá er hrægammurinn Joey Gibbs mættur í andlitið á honum sem endar með því að Viktor Örn – réttfættur varnarmaður spilandi vinstra megin – neglir tuðrunni í Gibbs og í netið. Smá þolinmæði og Viktor hefði getað fengið boltann dýpra á vellinum – eða betur undirbúinn – og leyst úr pressunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH KR Fylkir Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 22:06 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Keflavík vann nokkuð óvæntan 2-0 sigur á Breiðabliki suður með sjó í leik sem fór fram í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 25. júlí 2021 23:19 Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn. 25. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 3-2 | Víkingssigur þrátt fyrir tvist frá Oliver Víkingur vann 3-2 sigur á Stjörnunni á heimavelli í kvöld og eltir Val eins og skugginn í toppbaráttu Pepsi Max-deildar karla. 25. júlí 2021 22:06 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir 0 - 1 KA | KA-menn sóttu þrjú stig í Breiðholtið Erfiðar aðstæður voru á Domusnova vellinum í Breiðholtinu fyrr í dag þegar KA lagði Leikni Reykjavík, 1-0, í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 25. júlí 2021 20:41 Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-3 FH |Lennon lagði lánlausa Skagamenn FH-ingar tóku stigin þrjú þegar þeir gerðu sér ferð upp á Akranes þar sem heimamenn í ÍA tóku á móti þeim. Steven Lennon skoraði öll mörk FH í 3-0 sigri, og þar af komu tvö af vítapunktinum. 25. júlí 2021 21:27 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Steven Lennon Skotanum líður einkar vel upp á Skipaskaga en hann skoraði öll þrjú mörkin er FH vann þægilegan 3-0 sigur á ÍA. Vissulega komu tvö mörkin af vítapunktinum en það þarf að skora úr þeim til að þau telji. Er þetta annað árið í röð sem Lennon skorar þrennu upp á Skaga og ljóst að hann kann vel við sig í rokinu. Sindri Kristinn Ólafsson Keflavík vann nokkuð óvæntan 2-0 sigur á lærisveinum Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Breiðablik um liðna helgi. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu nokkuð vel í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sindri Kristinn var hins vegar í banastuði í marki heimamanna og varði allt sem á markið kom, þar á meðal nokkur dauðafæri. Oliver Haurits Þegar menn opna markareikning sinn í Pepsi Max deildinni með marki yfir aftan miðju eiga þeir lof skilið. Oliver Haurits skoraði eitt af mörkum sumarsins er Stjarnan tapaði 2-3 fyrir Víking. Hálfleiksræða Heimis Íslandsmeistarar Vals voru heppnir að vera 1-0 yfir er flautað var til hálfleiks í Kórnum. HK höfðu verið mikið mun betri aðilinn en gestirnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Svo virðist sem Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hafi látið nokkur vel valin orð falla í hálfleik en það var allt annað að sjá Val í síðari hálfleik. HK átti engin svör og Valur vann 3-0 sigur. Sóknarleikur KR KR lék sinn besta leik á tímabilinu og mögulega besta leik síðari ára er liðið pakkaði Fylki saman í Vesturbænum. Lokatölur 4-0 en sigurinn var síst of stór miðað við magnið af færum sem fóru forgörðum hjá heimamönnum í leiknum. Gestirnir úr Árbænum áttu engin svör við öflugum sóknarleik heimamanna og voru í raun heppnir hversu kærulausir KR-ingar voru oft á tíðum í aðgerðum sínum. Last Andleysi Fylkis Fylkir hefur oftar en ekki mætt í Vesturbæinn og strítt KR-ingum undanfarin ár. Það er eins og leikmenn liðsins finni fyrir auknum vilja og krafti er þeir mæta á Meistaravelli. Það var svo aldeilis ekki staðan í leik liðanna í 14. umferð en gestirnir voru heppnir að vera aðeins 2-0 undir í hálfleik. Það lifnaði aðeins yfir þeim sóknarlega í síðari hálfleik en varnarleikurinn var líkt og gatasigti. Gæti farið svo að Ragnar Sigurðsson komi inn í liðið fyrr en áætlað var ef næsti leikur verður svipaður. Fljótfærir Blikar Það vita allir og amma þeirra hvað leikplan Breiðabliks er þegar kemur að uppspili. Óskar Hrafn fór yfir það eftir leik að ekki sé hægt að hampa leikstíl liðsins og gagnrýna á sama tíma enda mun leikstíll sem einblínir jafn mikið á að spila boltanum í gegnum pressu fá á sig klaufaleg mörk við og við. Blikar geta þó ekki verið sáttir við fyrra markið sem liðið fær á sig í Keflavík. Anton Ari Einarsson. markvörður, gefur á Viktor Örn Margeirsson áður en Viktor Örn er kominn í almennilega stöðu til þess að taka við knettinum. Miðvörðurinn tekur við boltanum og þá er hrægammurinn Joey Gibbs mættur í andlitið á honum sem endar með því að Viktor Örn – réttfættur varnarmaður spilandi vinstra megin – neglir tuðrunni í Gibbs og í netið. Smá þolinmæði og Viktor hefði getað fengið boltann dýpra á vellinum – eða betur undirbúinn – og leyst úr pressunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH KR Fylkir Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 22:06 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Keflavík vann nokkuð óvæntan 2-0 sigur á Breiðabliki suður með sjó í leik sem fór fram í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 25. júlí 2021 23:19 Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn. 25. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 3-2 | Víkingssigur þrátt fyrir tvist frá Oliver Víkingur vann 3-2 sigur á Stjörnunni á heimavelli í kvöld og eltir Val eins og skugginn í toppbaráttu Pepsi Max-deildar karla. 25. júlí 2021 22:06 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir 0 - 1 KA | KA-menn sóttu þrjú stig í Breiðholtið Erfiðar aðstæður voru á Domusnova vellinum í Breiðholtinu fyrr í dag þegar KA lagði Leikni Reykjavík, 1-0, í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 25. júlí 2021 20:41 Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-3 FH |Lennon lagði lánlausa Skagamenn FH-ingar tóku stigin þrjú þegar þeir gerðu sér ferð upp á Akranes þar sem heimamenn í ÍA tóku á móti þeim. Steven Lennon skoraði öll mörk FH í 3-0 sigri, og þar af komu tvö af vítapunktinum. 25. júlí 2021 21:27 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 22:06
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Keflavík vann nokkuð óvæntan 2-0 sigur á Breiðabliki suður með sjó í leik sem fór fram í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 25. júlí 2021 23:19
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn. 25. júlí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 3-2 | Víkingssigur þrátt fyrir tvist frá Oliver Víkingur vann 3-2 sigur á Stjörnunni á heimavelli í kvöld og eltir Val eins og skugginn í toppbaráttu Pepsi Max-deildar karla. 25. júlí 2021 22:06
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir 0 - 1 KA | KA-menn sóttu þrjú stig í Breiðholtið Erfiðar aðstæður voru á Domusnova vellinum í Breiðholtinu fyrr í dag þegar KA lagði Leikni Reykjavík, 1-0, í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 25. júlí 2021 20:41
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-3 FH |Lennon lagði lánlausa Skagamenn FH-ingar tóku stigin þrjú þegar þeir gerðu sér ferð upp á Akranes þar sem heimamenn í ÍA tóku á móti þeim. Steven Lennon skoraði öll mörk FH í 3-0 sigri, og þar af komu tvö af vítapunktinum. 25. júlí 2021 21:27