Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:01 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar. Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér. Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér.
Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira