Margir ætla að tjalda á Suðurlandi um helgina þar sem sólin skein í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2021 20:01 Styrkár, Urður og Baltasar voru ánægð að sjá sólina í dag. stöð2 Margir ætla að elta góða veðrið og tjalda á suðurlandi um Verslunarmannahelgina. Þar verður sólskin - en líka í höfuðborginni þar sem sjaldséð sólin skein í dag. Undanfarið hafa tjaldsvæði á Austurlandi og Norðausturlandi verið flest uppbókuð. Engan skal undra enda hefur veðrið þar verið með eindæmum gott. Samkvæmt upplýsingum frá tjalda.is er ljóst að margir ætla annað um verslunarmannahelgina. Fólk elti góða veðrið „Og við höfum verið að taka eftir því að í dag er suðurlandið málið og það er náttúrulega bara veðurspáin sem ýtir fólki þangað. Þannig það verður spennandi að sjá hvernig verslunarmannahelgin endar,“ sagði Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Computer Vision. „Inni á vedur.tjalda.is er hægt að sjá hvar besta veðrið er hverju sinni. Í dag er besta veðrið á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli og ef við skoðum verslunarmannahelgina þá sjáum við að besta veðrið er í Laugardal.“ Kortið uppfærist þó reglulega. „Miðað við öll gögn sem við höfum þá lítur allt út fyrir að verslunarmannahelgin verði stór hér á suðurlandi,“ sagði Ívar Freyr. Söknuðu sólarinnar Fréttastofa leit við í miðbænum í dag enda fréttnæmt að sól skíni í höfuðborginni. Útisvæði veitingastaða voru þétt setin í dag þar sem sólarþyrstir borgarbúar létu fara vel um sig. Nokkrir sem fréttastofa ræddi við tóku sér frí frá vinnu í dag vegna veðurs. Voruð þið búin að sakna sólarinnar? „Já, en nú er hún hér,“ sagði Urður, þriggja ára. Hvernig var að sjá sólina? „Gaman,“ sagði Baltasar Leó. Hvað er best að gera í sólinni? „Sólbað. Kannski fá sér ís líka,“ sagði Styrkár. Reykjavík Tjaldsvæði Tengdar fréttir Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri. 28. júlí 2021 11:05 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Undanfarið hafa tjaldsvæði á Austurlandi og Norðausturlandi verið flest uppbókuð. Engan skal undra enda hefur veðrið þar verið með eindæmum gott. Samkvæmt upplýsingum frá tjalda.is er ljóst að margir ætla annað um verslunarmannahelgina. Fólk elti góða veðrið „Og við höfum verið að taka eftir því að í dag er suðurlandið málið og það er náttúrulega bara veðurspáin sem ýtir fólki þangað. Þannig það verður spennandi að sjá hvernig verslunarmannahelgin endar,“ sagði Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Computer Vision. „Inni á vedur.tjalda.is er hægt að sjá hvar besta veðrið er hverju sinni. Í dag er besta veðrið á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli og ef við skoðum verslunarmannahelgina þá sjáum við að besta veðrið er í Laugardal.“ Kortið uppfærist þó reglulega. „Miðað við öll gögn sem við höfum þá lítur allt út fyrir að verslunarmannahelgin verði stór hér á suðurlandi,“ sagði Ívar Freyr. Söknuðu sólarinnar Fréttastofa leit við í miðbænum í dag enda fréttnæmt að sól skíni í höfuðborginni. Útisvæði veitingastaða voru þétt setin í dag þar sem sólarþyrstir borgarbúar létu fara vel um sig. Nokkrir sem fréttastofa ræddi við tóku sér frí frá vinnu í dag vegna veðurs. Voruð þið búin að sakna sólarinnar? „Já, en nú er hún hér,“ sagði Urður, þriggja ára. Hvernig var að sjá sólina? „Gaman,“ sagði Baltasar Leó. Hvað er best að gera í sólinni? „Sólbað. Kannski fá sér ís líka,“ sagði Styrkár.
Reykjavík Tjaldsvæði Tengdar fréttir Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri. 28. júlí 2021 11:05 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri. 28. júlí 2021 11:05