Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Indlandi í dag að eina leiðin að friði í Afganistan væri í gegnum viðræður sem allar fylkingar þyrftu að taka alvarlega. Samkvæmt frétt Retuers sagði Blinken að fjölgun árása á almenna borgara væri mikið áhyggjuefni. Haldi þessar árásir áfram yrði Afganistan mjög einangrað ríki. „Það er aðeins ein leið og það er að semja, að binda enda á átökin með friðsömum hætti,“ sagði Blinken. Talibanar hafa sótt hart fram að undanförnu og náð tökum á fjölda héraða landsins. Samhliða því eru Bandaríkjamenn að flytja sína síðustu hermenn sína frá landinu og á flutningunum að ljúka í næsta mánuði. Hröð sókn Talibana gegn stjórnarher landsins hefur leitt til þess að stríðsherrar landsins eru byrjaðir að mynda eigin sveitir vopnaðra manna á nýjan leik. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Heita frekari loftárásum Kenneth McKenzie, herforingi, sagði fyrr í vikunni að Bandaríkin myndu halda áfram loftárásum til stuðnings stjórnarhers Afganistans. Á sunnudaginn sagði hann fjölda árása hafa verið gerða á áðurliðnum dögum og til stæði að halda árásunum áfram, haldi Talibanar árásum sínum áfram. Hann sagði Talibana vilja telja fólki trú um að sigur þeirra væri óhjákvæmilegur. McKenzie var þó ekki á þeim buxunum, þó ríkisstjórn Afganistans ætti erfiða tíma í vændum, og sagði Talibana hafa rangt fyrir sér. „Sigur þeirra er ekki óhjákvæmilegur,“ sagði McKenzie. Afganar á yfirráðasvæði stjórnarhersins hafa miklar áhyggjur af fregnum að borgarar á þeim svæðum sem Talibanar hafa lagt undir sig séu myrtir og þeim rænt. Talibanar neita þó að koma að árásunum og að þeir séu að myrða fólk sem hafi á einhverjum tímapunkti starfað með hersveitum Atlantshafsbandalagsins. Vandamálum stjórnarhers Afganistans var gerð góð skil í umfjöllun Washington Post nýverið. Blaðamaður miðilsins fylgdi nýverið hópi sérsveitarmanna í Kunduz í norðurhluta landsins. Sérsveitarmennirnir, sem voru þjálfaðir og útbúnir af NATO fóru inn á yfirráðasvæði Talibana í borginni og hreinsuðu tryggðu stórt svæði á einni nóttu. Um morguninn var hópi lögregluþjóna gert að halda svæðinu áfram og áttu þeir að setja upp varðstöð þar. Meðlimir sérsveita hersins eru vel þjálfaðir og útbúnir af Atlantshafsbandalaginu.AP/Rahmat Gul Yfirgáfu varðstöðina fljótt Lögregluþjónarnir brugðust þó reiðir við því að sérsveitarmennirnir frá öðrum hluta Afganistans væru að gefa þeim skipanir „Hverjir eru þið frá Kabúl til að gefa okkur skipanir?“ hafði WP eftir yfirmanni lögregluþjónanna. „Þetta er ykkar svæði, ykkar borg, ef þið viljið ekki vernda hana hver á þá að gera það?“ sagði foringi sérsveitarmannanna. Þá átti sókn sérsveitarmannanna að halda áfram inn í yfirráðasvæði Talibana en það tóku lögregluþjónarnir ekki í mál. Að endingu komust þeir að samkomulagi um að sókninni yrði hætt og lögregluþjónarnir kæmu upp varðstöð á svæðinu og verðu það gegn Talibönum. Nokkrum klukkustundum síðar flúðu lögregluþjónarnir frá varðstöðinni og hverfið endaði aftur í höndum Talibana. Bandaríkin og NATO hafa heitið því að verja fjórum milljörðum dala á ári til ársins 2024 sem verja á í herafla og öryggissveitir Afganistans. Frá þjálfun sérsveita hersins fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og NATO hafa heitið því að verja fjórum milljörðum dala á ári til varnarmála í Afganistan til ársins 2024.AP/Rahmut Gul Mikill munur milli sveita Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Í síðasta mánuði þurftu minnst 22 sérsveitarmenn að gefast upp gegn Talibönum eftir að þeir urðu skotfæralausir. Það var í bænum Dawlat Abad en eftir að þeir gáfust upp voru sérsveitarmennirnir skotnir til bana af vígamönnum Talibana. Friðarviðræður milli ríkisstjórnar Afganistans og Talibana hafa litlum sem engum árangri skrifað en Talibanar eru sagðir hafa sýnt lítinn samingsvilja á meðan þeim gengur svo vel í átökum fylkinganna. Þá hefur sendinefnd Talibana ferðast til nágrannaríkja Afganistans á undanförnum vikum. Meðal annars hafa þeir farið til Írans og Rússlands og nú síðast fóru þeir til Kína þar sem Wang Yi, utanríkisráðherra, tók á móti þeim. Mullah Bardar Akhund, næstráðandi Talibana, leiddi sendinefndina. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Vörðust stórri sókn Talibana Stjórnarher Afganistans varðist áhlaupi vígamanna Talibana á Taluqan, höfuðborg héraðsins Takhar, sem liggur að landamærum Afganistans og Tadsíkistan. Talibanar hafa lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan að undanförnu en stjórnarherinn segir þá hafa orðið fyrir miklu mannfalli í þessari árás. 11. júlí 2021 20:04 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Indlandi í dag að eina leiðin að friði í Afganistan væri í gegnum viðræður sem allar fylkingar þyrftu að taka alvarlega. Samkvæmt frétt Retuers sagði Blinken að fjölgun árása á almenna borgara væri mikið áhyggjuefni. Haldi þessar árásir áfram yrði Afganistan mjög einangrað ríki. „Það er aðeins ein leið og það er að semja, að binda enda á átökin með friðsömum hætti,“ sagði Blinken. Talibanar hafa sótt hart fram að undanförnu og náð tökum á fjölda héraða landsins. Samhliða því eru Bandaríkjamenn að flytja sína síðustu hermenn sína frá landinu og á flutningunum að ljúka í næsta mánuði. Hröð sókn Talibana gegn stjórnarher landsins hefur leitt til þess að stríðsherrar landsins eru byrjaðir að mynda eigin sveitir vopnaðra manna á nýjan leik. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Heita frekari loftárásum Kenneth McKenzie, herforingi, sagði fyrr í vikunni að Bandaríkin myndu halda áfram loftárásum til stuðnings stjórnarhers Afganistans. Á sunnudaginn sagði hann fjölda árása hafa verið gerða á áðurliðnum dögum og til stæði að halda árásunum áfram, haldi Talibanar árásum sínum áfram. Hann sagði Talibana vilja telja fólki trú um að sigur þeirra væri óhjákvæmilegur. McKenzie var þó ekki á þeim buxunum, þó ríkisstjórn Afganistans ætti erfiða tíma í vændum, og sagði Talibana hafa rangt fyrir sér. „Sigur þeirra er ekki óhjákvæmilegur,“ sagði McKenzie. Afganar á yfirráðasvæði stjórnarhersins hafa miklar áhyggjur af fregnum að borgarar á þeim svæðum sem Talibanar hafa lagt undir sig séu myrtir og þeim rænt. Talibanar neita þó að koma að árásunum og að þeir séu að myrða fólk sem hafi á einhverjum tímapunkti starfað með hersveitum Atlantshafsbandalagsins. Vandamálum stjórnarhers Afganistans var gerð góð skil í umfjöllun Washington Post nýverið. Blaðamaður miðilsins fylgdi nýverið hópi sérsveitarmanna í Kunduz í norðurhluta landsins. Sérsveitarmennirnir, sem voru þjálfaðir og útbúnir af NATO fóru inn á yfirráðasvæði Talibana í borginni og hreinsuðu tryggðu stórt svæði á einni nóttu. Um morguninn var hópi lögregluþjóna gert að halda svæðinu áfram og áttu þeir að setja upp varðstöð þar. Meðlimir sérsveita hersins eru vel þjálfaðir og útbúnir af Atlantshafsbandalaginu.AP/Rahmat Gul Yfirgáfu varðstöðina fljótt Lögregluþjónarnir brugðust þó reiðir við því að sérsveitarmennirnir frá öðrum hluta Afganistans væru að gefa þeim skipanir „Hverjir eru þið frá Kabúl til að gefa okkur skipanir?“ hafði WP eftir yfirmanni lögregluþjónanna. „Þetta er ykkar svæði, ykkar borg, ef þið viljið ekki vernda hana hver á þá að gera það?“ sagði foringi sérsveitarmannanna. Þá átti sókn sérsveitarmannanna að halda áfram inn í yfirráðasvæði Talibana en það tóku lögregluþjónarnir ekki í mál. Að endingu komust þeir að samkomulagi um að sókninni yrði hætt og lögregluþjónarnir kæmu upp varðstöð á svæðinu og verðu það gegn Talibönum. Nokkrum klukkustundum síðar flúðu lögregluþjónarnir frá varðstöðinni og hverfið endaði aftur í höndum Talibana. Bandaríkin og NATO hafa heitið því að verja fjórum milljörðum dala á ári til ársins 2024 sem verja á í herafla og öryggissveitir Afganistans. Frá þjálfun sérsveita hersins fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og NATO hafa heitið því að verja fjórum milljörðum dala á ári til varnarmála í Afganistan til ársins 2024.AP/Rahmut Gul Mikill munur milli sveita Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Í síðasta mánuði þurftu minnst 22 sérsveitarmenn að gefast upp gegn Talibönum eftir að þeir urðu skotfæralausir. Það var í bænum Dawlat Abad en eftir að þeir gáfust upp voru sérsveitarmennirnir skotnir til bana af vígamönnum Talibana. Friðarviðræður milli ríkisstjórnar Afganistans og Talibana hafa litlum sem engum árangri skrifað en Talibanar eru sagðir hafa sýnt lítinn samingsvilja á meðan þeim gengur svo vel í átökum fylkinganna. Þá hefur sendinefnd Talibana ferðast til nágrannaríkja Afganistans á undanförnum vikum. Meðal annars hafa þeir farið til Írans og Rússlands og nú síðast fóru þeir til Kína þar sem Wang Yi, utanríkisráðherra, tók á móti þeim. Mullah Bardar Akhund, næstráðandi Talibana, leiddi sendinefndina.
Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29
Vörðust stórri sókn Talibana Stjórnarher Afganistans varðist áhlaupi vígamanna Talibana á Taluqan, höfuðborg héraðsins Takhar, sem liggur að landamærum Afganistans og Tadsíkistan. Talibanar hafa lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan að undanförnu en stjórnarherinn segir þá hafa orðið fyrir miklu mannfalli í þessari árás. 11. júlí 2021 20:04
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48
Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43