„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 21:16 Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að alltaf þurfi leyfi Umhverfisstofnunar fyrir utanvegaakstri. Vísir/Magnús Hlynur Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Greint var frá því í gær að kvikmyndafyrirtækið True North hafi ekki fengið leyfi hjá Umhverfisstofnun til að kvikmynda utanvegaakstur á landi Hjörleifshöfða á Suðurlandi. Um er að ræða tökur fyrir bresku þættina Top Gear, sem fóru fram í gær, en verið var að mynda sandspyrnu svokallaða á landi Hjörleifshöfða. Tökustaðastjóri hjá True North sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki væri um eiginlegan utanvegaakstur að ræða. Fyrirtækið væri að sviðsetja spyrnuna og að fyrirtækið teldi sig ekki þurfa leyfi fyrir akstrinum hjá Umhverfisstofnun þar sem leyfi landeiganda hafi legið fyrir. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, tökustaðastjóri fyrir Top Gear verkefnið hjá True North, í Reykjavík síðdegis í gær. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar er ekki sammála þessari túlkun. „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi, hvort sem hann er innan friðlanda, friðlýstra svæða eða ekki. Það er alls staðar þannig. Það er sérstök heimild til að veita leyfi til að veita til aksturs utan vega vegna kvikmyndatökuverkefna og það þarf bara að fara í formlegt ferli,“ sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis í dag. Leyfi landeiganda komi að hennar sögn ekki í staðin fyrir leyfi frá Umhverfisstofnun eða yfirvöldum. Slíkt leyfi breyti engu. Ekki svo einfalt að ummerkin skolist burt Einhverjir hafa bent á að spyrnan hafi átt sér stað í sandfjöru og að ummerki skolist burt þegar næsta alda ríði yfir sandana. Sigrún segir málið ekki svo einfalt. „Það er ekki endilega alveg svo einfalt að þetta skolist bara burt. Það er alveg skýrt í lögum að akstur utan vega er bannaður alls staðar, það eru tilteknar undantekningar er varðar frosna jörð og snjó og það er bara tæmandi talið í lögum og reglugerðum,“ segir Sigrún. „Það á engin undantekning við fjöru og ef heimildir eru veittar til svona verkefna er reynt að takmarka áhrifin sem allra mest og skipuleggja það fyrirfram, þannig að áhrifin séu sem minnst. Og utanumhaldið gott og merkingar og annað slíkt. Síðan er sér ákvæði um frágang.“ Hún segir að ef leyfi landeiganda nægði myndi það gera lagalínur mjög óskýrar. „Ég held að við værum komin með ansi óskýrar línur í lagaumhverfi ef við værum með það þannig að það væri á valdi hvers eiganda að heimila akstur utan vega. Undirlagið er mjög misjafnlega gott auðvitað, þarna er verið að fjalla um það að þarna séu sandfjörur þannig að það hefði mátt skoða það að gefa leyfi fyrir þetta þarna,“ segir Sigrún. Það eigi hins vegar ekki við alls staðar. „Síðan er undirlag víða þannig að það kemur ekki til greina, segjum að við séum til að mynda með mosasvæði, það er bara metið í hverju tilviki fyrir sig og ekki hægt að segja endilega nákvæmlega fyrirfram hvernig það getur verið.“ Hún segir að málið sé ekki búið. Samtal þurfi að eiga sér stað milli Umhverfisstofnunar og True North. „Ég held að það sé nauðsynlegt að fara yfir þetta. Ég hef haft samband við fyrirtækið og við munum eiga samtal í kjölfar þessa geri ég ráð fyrir,“ segir Sigrún. „Langoftast er það þannig að það er gengið mjög vel frá. Hvort sem við erum að tala um að sé skilið eftir í betra ástandi skal ég ekki segja til um en langoftast er gengið frá mjög vel þannig að þetta er bara undantekning.“ Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Utanvegaakstur Tengdar fréttir Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að kvikmyndafyrirtækið True North hafi ekki fengið leyfi hjá Umhverfisstofnun til að kvikmynda utanvegaakstur á landi Hjörleifshöfða á Suðurlandi. Um er að ræða tökur fyrir bresku þættina Top Gear, sem fóru fram í gær, en verið var að mynda sandspyrnu svokallaða á landi Hjörleifshöfða. Tökustaðastjóri hjá True North sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki væri um eiginlegan utanvegaakstur að ræða. Fyrirtækið væri að sviðsetja spyrnuna og að fyrirtækið teldi sig ekki þurfa leyfi fyrir akstrinum hjá Umhverfisstofnun þar sem leyfi landeiganda hafi legið fyrir. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, tökustaðastjóri fyrir Top Gear verkefnið hjá True North, í Reykjavík síðdegis í gær. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar er ekki sammála þessari túlkun. „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi, hvort sem hann er innan friðlanda, friðlýstra svæða eða ekki. Það er alls staðar þannig. Það er sérstök heimild til að veita leyfi til að veita til aksturs utan vega vegna kvikmyndatökuverkefna og það þarf bara að fara í formlegt ferli,“ sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis í dag. Leyfi landeiganda komi að hennar sögn ekki í staðin fyrir leyfi frá Umhverfisstofnun eða yfirvöldum. Slíkt leyfi breyti engu. Ekki svo einfalt að ummerkin skolist burt Einhverjir hafa bent á að spyrnan hafi átt sér stað í sandfjöru og að ummerki skolist burt þegar næsta alda ríði yfir sandana. Sigrún segir málið ekki svo einfalt. „Það er ekki endilega alveg svo einfalt að þetta skolist bara burt. Það er alveg skýrt í lögum að akstur utan vega er bannaður alls staðar, það eru tilteknar undantekningar er varðar frosna jörð og snjó og það er bara tæmandi talið í lögum og reglugerðum,“ segir Sigrún. „Það á engin undantekning við fjöru og ef heimildir eru veittar til svona verkefna er reynt að takmarka áhrifin sem allra mest og skipuleggja það fyrirfram, þannig að áhrifin séu sem minnst. Og utanumhaldið gott og merkingar og annað slíkt. Síðan er sér ákvæði um frágang.“ Hún segir að ef leyfi landeiganda nægði myndi það gera lagalínur mjög óskýrar. „Ég held að við værum komin með ansi óskýrar línur í lagaumhverfi ef við værum með það þannig að það væri á valdi hvers eiganda að heimila akstur utan vega. Undirlagið er mjög misjafnlega gott auðvitað, þarna er verið að fjalla um það að þarna séu sandfjörur þannig að það hefði mátt skoða það að gefa leyfi fyrir þetta þarna,“ segir Sigrún. Það eigi hins vegar ekki við alls staðar. „Síðan er undirlag víða þannig að það kemur ekki til greina, segjum að við séum til að mynda með mosasvæði, það er bara metið í hverju tilviki fyrir sig og ekki hægt að segja endilega nákvæmlega fyrirfram hvernig það getur verið.“ Hún segir að málið sé ekki búið. Samtal þurfi að eiga sér stað milli Umhverfisstofnunar og True North. „Ég held að það sé nauðsynlegt að fara yfir þetta. Ég hef haft samband við fyrirtækið og við munum eiga samtal í kjölfar þessa geri ég ráð fyrir,“ segir Sigrún. „Langoftast er það þannig að það er gengið mjög vel frá. Hvort sem við erum að tala um að sé skilið eftir í betra ástandi skal ég ekki segja til um en langoftast er gengið frá mjög vel þannig að þetta er bara undantekning.“
Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Utanvegaakstur Tengdar fréttir Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34