Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega Árni Gísli Magnússon skrifar 28. júlí 2021 22:00 Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli þar sem Norðankonur jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. „Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira