Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega Árni Gísli Magnússon skrifar 28. júlí 2021 22:00 Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli þar sem Norðankonur jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. „Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
„Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira