Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega Árni Gísli Magnússon skrifar 28. júlí 2021 22:00 Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli þar sem Norðankonur jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. „Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira