15. apríl 1989 varð hryllilegt slys þegar 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana á undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fótbolta þegar Liverpool og Nottingham Forrest áttust við.
Hillsborough slysið er versta slysið í sögu íþróttaviðburða á Englandi og kallaði á miklar breytingar því í framhaldinu var bannað að hafa grindverk á fótboltaleikvöngum. Fólkið sem lést kramdist upp við grindverkið þegar áhorfandastæðin fyrir aftan markið yfirfylltust.
Nú 32 árum seinna hefur einn bæst við hóp fórnarlambanna. Fjölskylda Andrew Devine greindi frá því í gær að hann hafi látist. Liverpool minntist hans á miðlum sínum og Liverpool liðið hélt minningarathöfn í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan.
Devine var aðeins 22 ára gamall þegar hann mætti á Hillsborough leikvanginn fyrir 32 árum. Hann slasaðist mjög illa og var vart hugað líf eftir að hafa orðið fyrir miklum súrefnisskorti í troðningnum.
Devine lifði mjög mikið fatlaður í meira en þrjá áratugi eftir slysið en dánardómstjóri úrskurðaði í gær að Devine hafi látið vegna afleiðinga af þeim áverkum sem hann varð fyrir í slysinu.