Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 17:51 Shakira á Superbowl í fyrra. Getty/Jeff Kravitz Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti. Saksóknara hafa sakað Shakiru um sex mismunandi brot á skattlögum sem snúa að því að hún hafi falið mikið fé í skúffufélögum og svokölluðum skattaparadísum. Í frétt El País segir að verði Shakira dæmd sek gæti hún verið dæmd í fangelsi. Fullt nafn söngkonunnar er Shakira Isabel Mebarak Ripoll. El País vísar í úrskurð dómarans þar sem hann segir Shakiru hafa hætt að greiða skatta á Spáni árin 2012, 2013 og 2014 jafnvel þó henni hefði borið skylda til að greiða skatta á Spáni þessi ár. Sjálf hefur Shakira haldið því fram að hún hafi búið á Bahamaeyjum þessi ár og bara kíkt til Barcelona af og til, þar sem eiginmaður hennar býr. Fótboltamaðurinn Gerard Piqué. Rannsakendur hafa kafað djúpt í líf söngkonunnar og segja það ekki rétt. Hún hafi búið í Barcelona og á þessum árum hefði hún átt að greiða tekjuskatt af 14,5 milljón evra. Í úrskurði dómarans segir að Shakira hafi búið í Barcelona minnst 200 daga á hverju ári, af þeim þremur sem um ræðir. Samkvæmt spænskum lögum er fólk skilgreint sem skattgreiðandi á Spáni ef það ver minnst 183 dögum á ári þar í landi. Teymi söngkonunnar hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómara. Í tilkynningu til CNN segir talsmaður hennar að búist hafi verið við þessar niðurstöðu. Annars myndu þau ekki tjá sig að svo stöddu. Lögmannateymi Shakiru hefur nokkra daga til að bregðast við úrskurðinum. Þá eiga saksóknarar að skila inn skýrslu þar sem þeir útskýra hvaða refsingu þeir vilja ná fram. El País segir mögulegt að Shakira geti gert samkomulag við saksóknara til að komast hjá réttarhöldum. Spánn Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Saksóknara hafa sakað Shakiru um sex mismunandi brot á skattlögum sem snúa að því að hún hafi falið mikið fé í skúffufélögum og svokölluðum skattaparadísum. Í frétt El País segir að verði Shakira dæmd sek gæti hún verið dæmd í fangelsi. Fullt nafn söngkonunnar er Shakira Isabel Mebarak Ripoll. El País vísar í úrskurð dómarans þar sem hann segir Shakiru hafa hætt að greiða skatta á Spáni árin 2012, 2013 og 2014 jafnvel þó henni hefði borið skylda til að greiða skatta á Spáni þessi ár. Sjálf hefur Shakira haldið því fram að hún hafi búið á Bahamaeyjum þessi ár og bara kíkt til Barcelona af og til, þar sem eiginmaður hennar býr. Fótboltamaðurinn Gerard Piqué. Rannsakendur hafa kafað djúpt í líf söngkonunnar og segja það ekki rétt. Hún hafi búið í Barcelona og á þessum árum hefði hún átt að greiða tekjuskatt af 14,5 milljón evra. Í úrskurði dómarans segir að Shakira hafi búið í Barcelona minnst 200 daga á hverju ári, af þeim þremur sem um ræðir. Samkvæmt spænskum lögum er fólk skilgreint sem skattgreiðandi á Spáni ef það ver minnst 183 dögum á ári þar í landi. Teymi söngkonunnar hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómara. Í tilkynningu til CNN segir talsmaður hennar að búist hafi verið við þessar niðurstöðu. Annars myndu þau ekki tjá sig að svo stöddu. Lögmannateymi Shakiru hefur nokkra daga til að bregðast við úrskurðinum. Þá eiga saksóknarar að skila inn skýrslu þar sem þeir útskýra hvaða refsingu þeir vilja ná fram. El País segir mögulegt að Shakira geti gert samkomulag við saksóknara til að komast hjá réttarhöldum.
Spánn Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“