„Hæ, Bob hérna“ svona hófst færsla Bobs Odenkirk sem hann birti á Twitter í gær. Odenkirk tjáði sig þá opinberlega í fyrsta skipti síðan hann hné niður á upptökustað.
„Takk fyrir. Til fjölskyldu og vina sem hafa umkringt mig í vikunni og fyrir ástina frá öllum sem hafa tjáð áhyggjur og umhyggju. Þetta er yfirgnæfandi en ég finn ástina og það hefur svo mikla þýðingu,“ sagði í Twitterfærslunni.
„Ég fékk lítið hjartaáfall en ég mun ná mér þökk sé Rosu Estrada og læknunum sem vissu hvernig mætti losa um stífluna án skurðaðgerðar,“ sagði Bob.