Innlent

Fimm­tán far­þegar Herjólfs greindust smitaðir

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Fimmtán farþegar Herjólfs greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn.
Fimmtán farþegar Herjólfs greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn. Vísir/Vilhelm

Fimmtán farþegar sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku eftir að þeir komu til Vestmannaeyja.

Mbl.is greindi fyrst frá smitunum en Vísir ræddi einnig við Hörð Orra Grettisson, framkvæmdastjóra Herjólfs.

Honum skilst að einn aðili úr hópnum hafði verið orðinn slappur fyrir ferðina til Eyja og því hafi hópurinn allur ákveðið að fara í sýnatöku. Hópurinn hafi átt að fara í sóttkví, eins og aðrir sem fara í sýnatöku, þar til niðurstöður bærust. 

Hópurinn hafi hins vegar ekki virt þær reglur og haldið af stað í ferðalag frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja með Herjólfi. Eftir komuna til Vestmannaeyja hafi niðurstöðurnar borist og reyndust þær jákvæðar.

Hópurinn var þá sendur aftur til Landeyjarhafnar með Herjólfi en var látinn sitja inni í rútu til þess að vera í einangrun frá öðrum farþegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×