Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi Guðmundur Sveinn Hafþórsson skrifar 2. ágúst 2021 10:30 Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar