Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2021 22:49 Eggert Eyjólfsson segir stöðuna á bráðamóttökunni alvarlega. Vísir/Vilhelm Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31