Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:56 Í umræddri grein er kallað eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Getty Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum. Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína. Kína Leikjavísir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína.
Kína Leikjavísir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent