Vegkantur sem gaf sig líklega ástæða þess að rútan valt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2021 11:34 Þrír farþegar rútunnar, sem sést hér í bakgrunni, voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Magnús Hlynur Vegkantur sem gaf sig er talinn vera ástæða þess að rúta, með fjölda íslenskra og erlendra ferðamanna innanborðs, valt í Biskupstungum í gær. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega, að sögn yfirlögregluþjóns. Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49