TT3 kaupir Ormsson og SRX Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 12:55 Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri SRX mun stýra sameinuðu félagi. Aðsend TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. SRX hefur á undanförnum árum verið ein af stærstu raftækjaheildverslunum landsins og eru vöruflokkar fyrirtækisins farsímar, rafmagnshlaupahjól, heyrnatól, spjaldtölvur og aðrar vinsælar vörur á markaði. Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og sala á heimilistækjum, sjónvörpum og hljómtækjum auk innflutnings og sölu á eldhúsinnréttingum. Ormsson er umboðsaðili fyrir sum af þekktustu vörumerki í heimi, Samsung, AEG, Bang & Olufsen, Nintendo, Sharp, HTH o.fl. Í tilkynningu frá TT3 ehf. segir að tilgangur og markmið SRX með kaupunum á Ormsson séu að styrkja innviði félagsins með auknu aðgengi að mannauði, þekkingu, lagerhúsnæði og breiðara vöruvali. Þannig muni sameinað félag leitast við að hámarka nýtingu framleiðsluþátta og bjóða betri þjónustu við viðskiptavini með aukinni stærðarhagkvæmni og meira vöruúrvali. Áætluð ársvelta hins sameinaða félags verður um sex milljarðar króna með um sextíu starfsmenn. Eigendur fyrirtækisins eru Kjartan Örn Sigurðsson, Ingvi Týr Tómasson og Guðmundur Pálmason. Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri SRX mun stýra sameinuðu félagi. Kjartan er í tilkynningu sagður þaulreyndur á sviði alþjóðaviðskipta, bæði í heildverslun og á sviði smásölu. Kjartan Örn segist sjá mikil tækifæri með kaupunum: „Ormsson er sterkt vörumerki og í fyrirtækinu er mikið af reynslumiklu starfsfólki með mikla þekkingu. Við höfum trú á vörumerkinu Ormsson til framtíðar. Sameining fyrirtækjanna skilar hagkvæmari rekstri, auknu vöruframboði og bættu aðgengi að vörum á markaði sem mun stuðla að aukinni þjónustu við viðskiptavini sameinaðs félags.“ Andrés B. Sigurðsson fráfarandi forstjóri og aðaleigandi Ormsson er þakklátur þeim sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi en segist jafnframt sjá ný tækifæri til vaxtar með nýjum eigendum: „Eigendur Ormsson ehf., sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi vilja þakka samstarf við fyrirtæki og einstaklinga, sem hafa verið traustur viðskiptavinahópur í nær hundrað ára sögu þess. Nýir eigendur eru reyndir í viðskiptum hér á landi og erlendis. Með sameiningu fyrirtækja koma ný tækifæri til vaxtar og þróunar til lengri tíma. Óskum við, fyrrum eigendur, hinum nýju farsældar og megi tryggir viðskiptamenn njóta góðra viðskipta og samstarfs til framtíðar.“ Samkeppnismál Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
SRX hefur á undanförnum árum verið ein af stærstu raftækjaheildverslunum landsins og eru vöruflokkar fyrirtækisins farsímar, rafmagnshlaupahjól, heyrnatól, spjaldtölvur og aðrar vinsælar vörur á markaði. Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og sala á heimilistækjum, sjónvörpum og hljómtækjum auk innflutnings og sölu á eldhúsinnréttingum. Ormsson er umboðsaðili fyrir sum af þekktustu vörumerki í heimi, Samsung, AEG, Bang & Olufsen, Nintendo, Sharp, HTH o.fl. Í tilkynningu frá TT3 ehf. segir að tilgangur og markmið SRX með kaupunum á Ormsson séu að styrkja innviði félagsins með auknu aðgengi að mannauði, þekkingu, lagerhúsnæði og breiðara vöruvali. Þannig muni sameinað félag leitast við að hámarka nýtingu framleiðsluþátta og bjóða betri þjónustu við viðskiptavini með aukinni stærðarhagkvæmni og meira vöruúrvali. Áætluð ársvelta hins sameinaða félags verður um sex milljarðar króna með um sextíu starfsmenn. Eigendur fyrirtækisins eru Kjartan Örn Sigurðsson, Ingvi Týr Tómasson og Guðmundur Pálmason. Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri SRX mun stýra sameinuðu félagi. Kjartan er í tilkynningu sagður þaulreyndur á sviði alþjóðaviðskipta, bæði í heildverslun og á sviði smásölu. Kjartan Örn segist sjá mikil tækifæri með kaupunum: „Ormsson er sterkt vörumerki og í fyrirtækinu er mikið af reynslumiklu starfsfólki með mikla þekkingu. Við höfum trú á vörumerkinu Ormsson til framtíðar. Sameining fyrirtækjanna skilar hagkvæmari rekstri, auknu vöruframboði og bættu aðgengi að vörum á markaði sem mun stuðla að aukinni þjónustu við viðskiptavini sameinaðs félags.“ Andrés B. Sigurðsson fráfarandi forstjóri og aðaleigandi Ormsson er þakklátur þeim sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi en segist jafnframt sjá ný tækifæri til vaxtar með nýjum eigendum: „Eigendur Ormsson ehf., sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi vilja þakka samstarf við fyrirtæki og einstaklinga, sem hafa verið traustur viðskiptavinahópur í nær hundrað ára sögu þess. Nýir eigendur eru reyndir í viðskiptum hér á landi og erlendis. Með sameiningu fyrirtækja koma ný tækifæri til vaxtar og þróunar til lengri tíma. Óskum við, fyrrum eigendur, hinum nýju farsældar og megi tryggir viðskiptamenn njóta góðra viðskipta og samstarfs til framtíðar.“
Samkeppnismál Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira