Þórsarar orðlausir þegar Alusevski ákvað að slá til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Frá Skopje til Akureyrar. Stevce Alusevski er nýr þjálfari Þórs. epa/GEORGI LICOVSKI Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Þór tilkynnti um ráðningu á nýjum þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta í fyrradag. Sá heitir Stevce Alusevski og var síðast þjálfari norður-makedónska stórliðsins Vardar. Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira