Ræningjarnir yfirgáfu skipið Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 10:10 Gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess var siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. AP/Jon Gambrell Vopnaðir menn sem fóru um borð í olíuflutningaskip undan ströndum Óman í gær, yfirgáfu skipið Sjóher Bretlands tilkynnti þetta í morgun og var skipinu siglt í átt að Óman skömmu seinna. Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni. Íran Óman Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni.
Íran Óman Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira