Sport

Sendi liðsfélagann á sjúkrahús og var síðan rekinn frá félaginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 J.T. Ibe er nú atvinnulaus eftir gróft brot á æfingu með NFL-liðinu Carolina Panthers.
 J.T. Ibe er nú atvinnulaus eftir gróft brot á æfingu með NFL-liðinu Carolina Panthers. AP/Nell Redmond

Ameríski fótboltamaðurinn J.T. Ibe missti starfið sitt í gær eftir fólskulegt brot á æfingu með NFL-liðinu Carolina Panthers.

Ibe keyrði þá niður útherjann Keith Kirkwood á æfingu og kom höggið á hálsinn á Kirkwood þegar hann var varnarlaus. Kirkwood lá eftir og var síðan fluttur í burtu í sjúkrabíl.

Matt Rhule, þjálfari Carolina Panthers liðsins, byrjaði á því að tala við aðra leikmenn til að vita meira um hvað gerðist en rak síðan Ibe af æfingunni. Seinna var leikmaðurinn rekinn úr félaginu og er því orðinn atvinnulaus.

Það var enginn ástæða fyrir að brjóta svona illa á leikmanni hvað þá á sínum eigin samherja. Þessa vegna er Ibe nú fyrrum leikmaður liðsins.

Æfingin tafðist um tólf mínútur vegna þessa. Rhule sagði svona brot vera óásættanlegt en greindi frá því að Kirkwood gæti hreyft fæturna og væri ekki með neinn verk í hálsinum.

J.T. Ibe er 25 ára gamall og var að reyna að sanna sig fyrir komandi tímabil. hann spilar sem varnarmaður og var í tvö ár hjá Rice háskólanum og í tvö ár hjá South Carolina háskólanum. Hann hafði skrifað undir samning við Carolina Panthers í apríl.

„Ég var svo inn í mómentinu og áttaði mig ekki á þessu. Ég sá boltann og vildi ná honum. Ég var ekki að miða á hausinn á honum. Ég var bara að reyna að ná boltanum,“ sagði J.T. Ibe í viðtali við The Charlotte Observer.

Ibe sagðist jafnframt ekki vera grófur leikmaður og að honum líði illa yfir brotinu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×