Methagnaður hjá Sony Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 13:29 Fyrirtækið hagnaðist á mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum, leikjatölvum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. AP/Koji Sasahara Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna. Í kjölfar útgáfu ársfjórðungsuppgjörsins í gær hækkuðu forsvarsmenn Sony væntingar sínar varðandi hagnað á uppgjörsárinu, sem lýkur í mars, úr 930 milljörðum jena í 980 milljarða. Gróflega reiknað miðað við upplýsingar á vef Seðlabankans eru 980 milljarðar jena um það bil 1,1 billjón króna (1.107.400.000.000). Ársfjórðungurinn sem um ræðir hófst í byrjun apríl og endaði þann 30. júní og er fyrsti fjórðungur uppgjörsárs Sony. Í frétt CNBC segir að Sony hafi hagnast á mikilli eftirspurn eftir PS5 leikjatölvum. Heimslægur skortur á hálfleiðurum hefur þó komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað annað eftirspurn. Forsvarsmenn fyrirtækisins búast svið því að selja um 14,8 milljónir tölva fyrir mars á næsta ári. Fyrirtækið hagnaðist einnig mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. Reuters segir að búist hafi verið við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins myndi dragast saman en nýjar bylgjur faraldursins hafi leitt til nýrra samkomutakmarkana og eftirspurn hafi haldist há. Sony Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í kjölfar útgáfu ársfjórðungsuppgjörsins í gær hækkuðu forsvarsmenn Sony væntingar sínar varðandi hagnað á uppgjörsárinu, sem lýkur í mars, úr 930 milljörðum jena í 980 milljarða. Gróflega reiknað miðað við upplýsingar á vef Seðlabankans eru 980 milljarðar jena um það bil 1,1 billjón króna (1.107.400.000.000). Ársfjórðungurinn sem um ræðir hófst í byrjun apríl og endaði þann 30. júní og er fyrsti fjórðungur uppgjörsárs Sony. Í frétt CNBC segir að Sony hafi hagnast á mikilli eftirspurn eftir PS5 leikjatölvum. Heimslægur skortur á hálfleiðurum hefur þó komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað annað eftirspurn. Forsvarsmenn fyrirtækisins búast svið því að selja um 14,8 milljónir tölva fyrir mars á næsta ári. Fyrirtækið hagnaðist einnig mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. Reuters segir að búist hafi verið við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins myndi dragast saman en nýjar bylgjur faraldursins hafi leitt til nýrra samkomutakmarkana og eftirspurn hafi haldist há.
Sony Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira