Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:57 Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, segir tíma til kominn að Pólland hætti að verða við öllum kröfum Evrópusambandsins. EPA-EFE/RAFAL GUZ Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27