Auðsöfnun fárra og fjársvelt almannaþjónusta Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun