Að búa í samfélagi Brynjólfur Magnússon skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun