Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík Atli Freyr Arason skrifar 8. ágúst 2021 22:26 Vísir/Hulda Margrét Gestirnir úr Árbænum fóru betur af stað í kvöld og áttu fyrstu marktilraunir leiksins. Á sjöttu mínútu leiksins verða Keflvíkingar fyrir áfalli þegar fyrirliði þeirra, Magnús Þór Magnússon, neyðist til að fara meiddur af leikvelli. Það riðlar aðeins í leikskipulagi heimamanna þar sem Ari Steinn Guðmundsson kemur inn í stað Magnúsar og Frans Elvarsson færir sig niður í miðvörðinn. Heimamenn ná að koma sinni fyrstu marktilraun að á tíundu mínútu leiksins en áfram halda Fylkismenn að þjarma að Keflvíkingum í kjölfarið. Á 14. mínútu ber þessi pressa gestanna árangur þegar Orri Hrafn Kjartansson skilar fyrirgjöf Dags Dan af varnarmanni Keflavíkur og í marknetið og Fylkir þá verðskuldað komið í forystu. Keflvíkingar vakna eitthvað aðeins til lífsins við mark Fylkis og fara að sækja meira án þess að ógna Aroni Snæ, markvörð Fylkis, eitthvað af viti. Þegar hálftími er liðinn af leiknum leikur Marley Blair skemmtilega á varnarmenn Fylkis, kemst inn í vítateig og er tæklaður af Orra Svein og virðist vera án þess að Orri komi eitthvað við boltann. Keflvíkingar vildu vítaspyrnu en Elías Ingi, dómari leiksins, var ekki sammála. Þegar 3 mínútur eru til hálfleiks fær Helgi Valur Daníelsson algjört dauðafæri þegar boltinn dettur fyrir hann á fjærstönginni en Helgi misnotar færið og setur boltann framhjá markinu, staðan í hálfleik var því 0-1. Það var allt annað Keflavíkur lið sem mætti út í seinni hálfleik. Keflvíkingar voru þá duglegir að reyna á Aron í marki Fylkis en það voru Fylkismenn sem fengu fyrsta alvöru dauðafæri seinni hálfleiks. Á 56. mínútu berst boltinn til Arnórs Borg sem er einn fyrir opnu marki en Nacho Heras er fljótur að bregðast við og nær á síðustu stundu að renna sér fyrir Arnór og á einhvern ótrúlegan hátt fer boltinn hátt upp í loft og yfir mark Keflavíkur. Leikurinn varð svo mjög rólegur eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Heimamenn voru örlítið hættulegri og það virtist vera að Árbæingar voru sáttir með þetta eina mark sem þeir höfðu skorað til þessa. Á 78. mínútu gerir þjálfarateymi Keflavíkur tvöfalda breytingu, Christian Volesky og Oliver Torres koma þá inn á og það tekur þann síðarnefnda aðeins tvær mínútur að skora mark, með sinni fyrstu snertingu þegar hann skóflar boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir að Fylkir nær ekki að hreinsa boltann í burtu þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Fyrsta mark Torres fyrir Keflavík. Þegar fimm mínútur lifðu leiks þá eiga gestirnir marktilraun sem endar í stönginni og út, var það varamaðurinn Þórður Gunnar sem átti þá kollspyrnu og var grátlega nálægt því að tryggja Fylki stigin þrjú. Inn vildi boltinn ekki og liðin tvö neyðast til að skipta stigunum á milli sín í þessum 6 stiga fallbaráttuslag. Afhverju skildu liðin jöfn? Liðin tvö áttu sitt hvorn hálfleikinn. Fylkir var töluvert betra í þeim fyrri á meðan Keflvíkingar tóku yfir í þeim síðari. Fylkismenn geta þó nagað sig í handarbakið að hafa ekki sótt stigin þrjú þar sem þeir sköpuðu sér fjölmörg stórhættuleg marktækifæri. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn skoraði mark Fylkis og var alltaf hættulegur í sóknaraðgerðum Fylkis og skapaði varnarmönnum Keflavíkur mikinn usla. Á sama tíma var Marley Blair sennilega að eiga sinn besta leik í treyju Keflavíkur hingað til. Marley var síógnandi með hraða sínum og tækni og var óheppinn að krækja ekki í vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að hann nánast labbaði einn í gegnum vörn Fylkis. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga bikarleik á miðvikudaginn næst komandi. Fylkir spilar við Hauka á meðan Keflvíkingar taka á móti KA. „Við getum litið á þetta sem skref upp á við“ Keflvíkingar geta verið ánægðari en Fylkismenn með stigið í kvöld. Eysteinn Húni, annar af þjálfurum Keflavíkur taldi úrslitin vera sanngjörn. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Sérstaklega miðað við hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Við vorum nánast bara áhorfendur í fyrri hálfleiknum á meðan Fylkir var að spila mjög ákveðið og grimmt. Við Siggi vorum ánægðir þegar við löbbuðum inn að þetta væri bara 1-0 vegna þess að þá þurfum við bara eitt gott augnablik. Strákarnir rifu sig í gang og við vorum með ágætis tök á leiknum í seinni hálfleik. Svo kemur þetta augnablik sem við vorum að bíða eftir og við jöfnum leikinn. Það er kannski full mikið að segja að við hefðum getað stolið þessu þar sem þeir fengu líka fullt af góðum færum en ég held að þetta sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Eysteinn í viðtali eftir leik. Þetta var leikur tveggja hálfleika þar sem heimamenn voru töluvert betri í þeim síðari. Eysteinn var því spurður að því hvað þjálfarateymið sagði í hálfleiknum til að kveikja í sínum mönnum. „Þetta var mjög einfalt. Við þurftum bara að hlaupa hraðar, tækla fastar, senda fastar og fara inn á svæðin sem við þurfum að komast inn á til að skora mörk. Þetta var einfaldasta hálfleiksræða sem við höfum haldið,“ svaraði Eysteinn. Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur þurfti að fara snemma af velli vegna höfuðhöggs og það riðlaði leikskipulagi liðsins aðeins. Þjálfarateymi Keflavíkur vildi ekki taka neinar áhættur með heilsu Magnúsar. „Þetta er klassísk varúðarráðstöfun varðandi höfuðhögg og þetta var aldrei spurning. Heilsa hans er í forgangi. Hann fær strax eitt högg og reynir að jafna sig á því en svo fær hann annan skalla og er skynsamur og leggst niður. Þá var aldrei spurning að við myndum taka hann útaf.“ Eysteinn er þokkalega ánægður með leikina og spilamennsku Keflvíkinga að undanförnu miðað við hvernig fór í leikjum liðana fyrr á tímabilinu. „Við spilum við Breiðablik, KA og Fylki í fyrri umferðinni og töpuðum öllum leikjunum og fáum á okkur 12 mörk. Við tökum fjögur stig úr þessum leikjum núna og við getum litið á þetta sem skref upp á við,“ sagði Eysteinn brattur. „Tvö töpuð stig“ Leikurinn í kvöld var mikilvægur fyrir bæði lið sem eru að berjast við botn deildarinnar. Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum Fylkis, var óánægður með uppskeru síns liðs úr leiknum. „Tvö töpuð stig. Mér fannst við vera yfir í leiknum færanlega séð. Við höfðum mikla yfirburði og spiluðum bara mjög vel. Við vorum óheppnir að fá á okkur mark en jafnvel eftir að við fáum markið á okkur þá fengum við líka tækifæri til að klára leikinn. Þetta var flott spilamennska hjá okkur og við tökum þetta bara með okkur í næsta leik. Ég hef ekki áhyggjur af framhaldinu ef við spilum áfram svona,“ sagði Atli í viðtali við Vísi eftir leik. Fylkir fékk töluvert af góðum færum til að klára leikinn en Atli hefur ekki of miklar áhyggjur af slæmri nýtingu liðsins í kvöld. „Stundum er það þannig, þessi færi detta bara inn næst hvort það sem er hjá Helga, Arnóri eða Þórði.“ Fylkir fékk mjög góðan stuðning úr stúkunni í kvöld og var á köflum eins og gestirnir voru á heimavelli. Atli sendi sérstakar þakkir til allra Árbæinga sem mættu og studdu liðið í kvöld. „Það er ómetanlegt (að fá þennan stuðning), þetta var frábært og ég þakka öllum Árbæingum sem lögðu leið sína hingað í kvöld kærlega fyrir. Þetta var geggjað,“ sagði Atli Sveinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir „Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. 8. ágúst 2021 22:06
Gestirnir úr Árbænum fóru betur af stað í kvöld og áttu fyrstu marktilraunir leiksins. Á sjöttu mínútu leiksins verða Keflvíkingar fyrir áfalli þegar fyrirliði þeirra, Magnús Þór Magnússon, neyðist til að fara meiddur af leikvelli. Það riðlar aðeins í leikskipulagi heimamanna þar sem Ari Steinn Guðmundsson kemur inn í stað Magnúsar og Frans Elvarsson færir sig niður í miðvörðinn. Heimamenn ná að koma sinni fyrstu marktilraun að á tíundu mínútu leiksins en áfram halda Fylkismenn að þjarma að Keflvíkingum í kjölfarið. Á 14. mínútu ber þessi pressa gestanna árangur þegar Orri Hrafn Kjartansson skilar fyrirgjöf Dags Dan af varnarmanni Keflavíkur og í marknetið og Fylkir þá verðskuldað komið í forystu. Keflvíkingar vakna eitthvað aðeins til lífsins við mark Fylkis og fara að sækja meira án þess að ógna Aroni Snæ, markvörð Fylkis, eitthvað af viti. Þegar hálftími er liðinn af leiknum leikur Marley Blair skemmtilega á varnarmenn Fylkis, kemst inn í vítateig og er tæklaður af Orra Svein og virðist vera án þess að Orri komi eitthvað við boltann. Keflvíkingar vildu vítaspyrnu en Elías Ingi, dómari leiksins, var ekki sammála. Þegar 3 mínútur eru til hálfleiks fær Helgi Valur Daníelsson algjört dauðafæri þegar boltinn dettur fyrir hann á fjærstönginni en Helgi misnotar færið og setur boltann framhjá markinu, staðan í hálfleik var því 0-1. Það var allt annað Keflavíkur lið sem mætti út í seinni hálfleik. Keflvíkingar voru þá duglegir að reyna á Aron í marki Fylkis en það voru Fylkismenn sem fengu fyrsta alvöru dauðafæri seinni hálfleiks. Á 56. mínútu berst boltinn til Arnórs Borg sem er einn fyrir opnu marki en Nacho Heras er fljótur að bregðast við og nær á síðustu stundu að renna sér fyrir Arnór og á einhvern ótrúlegan hátt fer boltinn hátt upp í loft og yfir mark Keflavíkur. Leikurinn varð svo mjög rólegur eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Heimamenn voru örlítið hættulegri og það virtist vera að Árbæingar voru sáttir með þetta eina mark sem þeir höfðu skorað til þessa. Á 78. mínútu gerir þjálfarateymi Keflavíkur tvöfalda breytingu, Christian Volesky og Oliver Torres koma þá inn á og það tekur þann síðarnefnda aðeins tvær mínútur að skora mark, með sinni fyrstu snertingu þegar hann skóflar boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir að Fylkir nær ekki að hreinsa boltann í burtu þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Fyrsta mark Torres fyrir Keflavík. Þegar fimm mínútur lifðu leiks þá eiga gestirnir marktilraun sem endar í stönginni og út, var það varamaðurinn Þórður Gunnar sem átti þá kollspyrnu og var grátlega nálægt því að tryggja Fylki stigin þrjú. Inn vildi boltinn ekki og liðin tvö neyðast til að skipta stigunum á milli sín í þessum 6 stiga fallbaráttuslag. Afhverju skildu liðin jöfn? Liðin tvö áttu sitt hvorn hálfleikinn. Fylkir var töluvert betra í þeim fyrri á meðan Keflvíkingar tóku yfir í þeim síðari. Fylkismenn geta þó nagað sig í handarbakið að hafa ekki sótt stigin þrjú þar sem þeir sköpuðu sér fjölmörg stórhættuleg marktækifæri. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn skoraði mark Fylkis og var alltaf hættulegur í sóknaraðgerðum Fylkis og skapaði varnarmönnum Keflavíkur mikinn usla. Á sama tíma var Marley Blair sennilega að eiga sinn besta leik í treyju Keflavíkur hingað til. Marley var síógnandi með hraða sínum og tækni og var óheppinn að krækja ekki í vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að hann nánast labbaði einn í gegnum vörn Fylkis. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga bikarleik á miðvikudaginn næst komandi. Fylkir spilar við Hauka á meðan Keflvíkingar taka á móti KA. „Við getum litið á þetta sem skref upp á við“ Keflvíkingar geta verið ánægðari en Fylkismenn með stigið í kvöld. Eysteinn Húni, annar af þjálfurum Keflavíkur taldi úrslitin vera sanngjörn. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Sérstaklega miðað við hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Við vorum nánast bara áhorfendur í fyrri hálfleiknum á meðan Fylkir var að spila mjög ákveðið og grimmt. Við Siggi vorum ánægðir þegar við löbbuðum inn að þetta væri bara 1-0 vegna þess að þá þurfum við bara eitt gott augnablik. Strákarnir rifu sig í gang og við vorum með ágætis tök á leiknum í seinni hálfleik. Svo kemur þetta augnablik sem við vorum að bíða eftir og við jöfnum leikinn. Það er kannski full mikið að segja að við hefðum getað stolið þessu þar sem þeir fengu líka fullt af góðum færum en ég held að þetta sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Eysteinn í viðtali eftir leik. Þetta var leikur tveggja hálfleika þar sem heimamenn voru töluvert betri í þeim síðari. Eysteinn var því spurður að því hvað þjálfarateymið sagði í hálfleiknum til að kveikja í sínum mönnum. „Þetta var mjög einfalt. Við þurftum bara að hlaupa hraðar, tækla fastar, senda fastar og fara inn á svæðin sem við þurfum að komast inn á til að skora mörk. Þetta var einfaldasta hálfleiksræða sem við höfum haldið,“ svaraði Eysteinn. Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur þurfti að fara snemma af velli vegna höfuðhöggs og það riðlaði leikskipulagi liðsins aðeins. Þjálfarateymi Keflavíkur vildi ekki taka neinar áhættur með heilsu Magnúsar. „Þetta er klassísk varúðarráðstöfun varðandi höfuðhögg og þetta var aldrei spurning. Heilsa hans er í forgangi. Hann fær strax eitt högg og reynir að jafna sig á því en svo fær hann annan skalla og er skynsamur og leggst niður. Þá var aldrei spurning að við myndum taka hann útaf.“ Eysteinn er þokkalega ánægður með leikina og spilamennsku Keflvíkinga að undanförnu miðað við hvernig fór í leikjum liðana fyrr á tímabilinu. „Við spilum við Breiðablik, KA og Fylki í fyrri umferðinni og töpuðum öllum leikjunum og fáum á okkur 12 mörk. Við tökum fjögur stig úr þessum leikjum núna og við getum litið á þetta sem skref upp á við,“ sagði Eysteinn brattur. „Tvö töpuð stig“ Leikurinn í kvöld var mikilvægur fyrir bæði lið sem eru að berjast við botn deildarinnar. Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum Fylkis, var óánægður með uppskeru síns liðs úr leiknum. „Tvö töpuð stig. Mér fannst við vera yfir í leiknum færanlega séð. Við höfðum mikla yfirburði og spiluðum bara mjög vel. Við vorum óheppnir að fá á okkur mark en jafnvel eftir að við fáum markið á okkur þá fengum við líka tækifæri til að klára leikinn. Þetta var flott spilamennska hjá okkur og við tökum þetta bara með okkur í næsta leik. Ég hef ekki áhyggjur af framhaldinu ef við spilum áfram svona,“ sagði Atli í viðtali við Vísi eftir leik. Fylkir fékk töluvert af góðum færum til að klára leikinn en Atli hefur ekki of miklar áhyggjur af slæmri nýtingu liðsins í kvöld. „Stundum er það þannig, þessi færi detta bara inn næst hvort það sem er hjá Helga, Arnóri eða Þórði.“ Fylkir fékk mjög góðan stuðning úr stúkunni í kvöld og var á köflum eins og gestirnir voru á heimavelli. Atli sendi sérstakar þakkir til allra Árbæinga sem mættu og studdu liðið í kvöld. „Það er ómetanlegt (að fá þennan stuðning), þetta var frábært og ég þakka öllum Árbæingum sem lögðu leið sína hingað í kvöld kærlega fyrir. Þetta var geggjað,“ sagði Atli Sveinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir „Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. 8. ágúst 2021 22:06
„Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. 8. ágúst 2021 22:06
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti