Sport

Kristján Guðmundsson: Áttum að fá víti undir lok leiks

Andri Már Eggertsson skrifar
Kristján Guðmundsson var svekktur með jafntefli
Kristján Guðmundsson var svekktur með jafntefli VÍSIR/DANÍEL

Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með að fá ekki stigin þrjú í leiks lok.

„Það borgar sig ekki að horfa á leikinn sem mis lukkaðan sigurleik, fótbolti virkar ekki þannig. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik til að gera fleiri en eitt mark sem við nýttum okkur ekki," sagði Kristján eftir leik.

Kristján var ánægður með fyrri hálfleik liðsins en ætlar ekki að svekkja sig á úrslitum leiksins.

„Við ætlum ekkert að svekkja okkur á þessu, við sjálfar áttum ekki góðan leik heilt yfir þó við vorum betri í fyrri hálfleik."

„Ég taldi nokkra möguleiki í fyrri hálfleik þar sem við vorum í góðri skotstöðu og náðum að koma skoti en við þurfum líklegast betri skot og opnari færi."

Katrín Ásbjörnsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Kristján vildi segja sem minnst um heilsu hennar en viðurkenndi að þetta liti illa út.

Stjarnan vildi fá víti undir lok leiks þar sem um hendi var að ræða en Ásmundur Þór Sveinsson dómari leiksins sá ekkert athugavert.

„Ég vildi bæði sjá hendi ásamt því að Arna var spörkuð niður en það gerist aldrei neitt þegar leikmenn henda sér ekki niður."

„Leikurinn er búinn, við erum ekkert að benda fingrum á dómarana, þeir gera mistök eins og við þegar við klikkuðum á færum í fyrri hálfleik," sagði Kristján að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×