Erlent

Ólympíukúlan virðist hafa haldið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Líkt og sjá má var grímuskylda í hávegum höfð í Tókýó.
Líkt og sjá má var grímuskylda í hávegum höfð í Tókýó. Laurence Griffiths/Getty Images)

Svo virðist sem að sóttvarnarkúlan sem sett var upp í kringum ólympíuleikana í Tókýó í Japan hafi haldið. Fyrir leikana voru uppi miklar áhyggjur um Covid-19 myndi leika ólympíuleikana grátt.

Lokaathöfn ólympíuleikana verður haldin á morgun. Um 50 þúsund manns, íþróttamenn, fjölmiðlamenn, starfsmenn og fleiri voru hluti af hinni svokölluðu ólympíukúlu, þar sem ströngum sóttvarnarreglum var fylgt.

Nýjar tölur frá mótshöldurum sýna að 404 smit hafi greinst frá 1. júlí, þegar fyrstu skimanir hófust. Alls voru framkvæmdar 600 þúsund skimanir sem sýnir að smithlutfall var 0,02 prósent innan kúlunnar.

Á sama tíma greindist metfjöldi fyrir utan kúluna, í Tókýó sjálfri, þar sem allt að fimm þúsund greindust á degi hverjum.

Í frétt Reuters er árangur innan kúlunnar rakinn til þess að um 70 prósent þátttakanda hafi verið bólusettur, auk daglegra skimana og fjarlægðartakmarkana svo dæmi séu tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×